01Fors-Andrea2

Andrea prýðir forsíðu Nýs Lífs

Andrea Magnúsdóttir hefur skipað sér fastan sess með hönnun sinni en hún veit nákvæmlega hvað íslenskar konur vilja í þessum efnum. Andrea prýðir forsíðu nýjasta heftis Nýs Lífs.

Andrea er einn ástsælasti fatahönnuður landsins og hafa konur nú flykkst í verslunina hennar í Hafnarfirði um árabil. Andrea hefur sinnt þessum konum vel og hannar fötin sín útfrá því að allar íslenskar konur eru mismunandi og sniðin henta því flestum. En bransinn er erfiður og hefur hún upplifað það að keyra sig út af vinnu og stressi.

„Ég vinn í miklu streituumhverfi enda er þessi bransi fallvalltur. Ég verð að hugsa vel um heilsuna því ef ég er ekki í lagi andlega þá er ég ekki að fara að skapa neitt. Forgangsröðun mín eru börnin mín og vinnan mín og allt annað verður að bíða ef svo ber undir. Ég hef upplifað það að vera hársbreidd frá því að brenna út og á þann stað vil ég aldrei fara aftur. Þegar þú ert gjörsamlega yfirkeyrður þá er nánast ómögulegt að vinna. Ég tók ákvörðun um að þannig langaði mig ekki að líða svo eina spurningin var hvernig ég ætlaði að sjá til þess“ segir Andrea.

„Ég hélt fyrst að maður þyrfti að hafa lent í einhverju agalegu til þess að fara að vinna í sjálfum sér en það er alls ekki þannig. Ég hef fundið fyrir kvíða og hann kemur upp þegar stressið er mikið. Það er vont að finna fyrir kvíða og eina leiðin til að halda honum fjarri er að sinna andlegu hliðinni. Ég skil hreinlega ekki hvernig fólk kemst í gegnum lífið án þess að vinna í sjálfu sér.“

Related Posts