Nýtt barn á leiðinni: William prins og hertogaynjan Kata bíða spennt eftir öðru barni sínu.

NÝTT BARN Á LEIÐINNI: William prins og hertogaynjan Kata bíða spennt eftir öðru barni sínu.

Uppáhaldsprins Breta hafði ráðgert að halda veislu í dag á heimili  bróður síns, Williams prins og Kötu hertogaynju. En Kata getur ekki tekið þátt í gleðinni vegna þess að hún er haldin svo mikilli morgunógleði sem tengist að sjálfsögðu því að hún er ólétt.

Harry prins vill alls ekki halda veisluna án hennar Kötu og hefur því frestað herlegheitunum þangað til Kata hressist. Þetta er haft eftir Daily Mirror sem jafnframt tekur fram að Kata hafi tekið þátt í undirbúningnum að veislunni.

Daily Mirror tekur líka fram að Harry geti þó glaðst í dag því hann fái  um tvo milljarða í arf frá móður sinni, Díönnu prinsessu heitinni, þennan merkisdag í hans lífi.

Related Posts