Leikstjórinn Ridley Scott hefur staðfest að Harrison Ford muni leika í framhaldsmyndinni Blade Runner 2. Scott gerði upprunalegu Blade Runner myndina árið 1982 og vakt hún töluverða athygli auk þess að ganga vel í kvikmyndahúsum víða um heiminn.

Fyrr í ár bárust fregnir um að mikill áhugi væri á að fá Harrison Ford til að leika persónuna  Rick Deckard sem vann fyrir sér með því að drepa hættuleg vélmenni í framtíðinni. Myndin var byggð á þekktri sögu eftir Philip K. Dick.

Ridley Scott segir að handritið að framhaldsmyndinni sé tilbúið og að hann hafi sent Ford það til lestrar. „Ford sagði mér að þetta væri besta handrit sem hann hefði séð þannig að hann verður örugglega með í myndinni,“ segir Scott í viðtali við MTV sjónvarpsstöðina. Framhaldsmyndin mun byggja mikið á fyrri myndinni og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið.

Það liggur ekki ljóst fyrir hvort Ridley Scott muni sjálfur leikstýra Blade Runner 2. Hann er núna að vinna að framhaldi myndarinnar Prometheus sem tekin var að hluta til á Íslandi.

Blade Runner þykir með betri vísindaskáldskaparmyndum sem gerðar hafa verið.

Blade Runner þykir með betri vísindaskáldskaparmyndum sem gerðar hafa verið.

Ekki er víst að Ridley Scott leikstýri myndinni sjálfur.

Ekki er víst að Ridley Scott leikstýri myndinni sjálfur.

Related Posts