Liam Neeson (62) snýr aftur sem leyniþjónustumaðurinn Bryan Mills í hasarmyndinni Taken 3 (réttar sagt „Tak3n“). Mætir hann núna reiðari en nokkru sinni fyrr eftir að kona hans hefur verið myrt og skuldinni skellt á hann.

Fyrri Taken-myndirnar nutu gríðarlegra vinsælda hér á landi, þrátt fyrir að seinni myndin hafi hlotið arfaslaka dóma. Af stiklunni að dæma fyrir þriðju myndina má hins vegar gera ráð fyrir gamla töffaranum í fínasta formi og bætist hinn góðkunni Forest Whitaker við leikhópinn að þessu sinni.

Tak3n verður frumsýnd í janúar á næsta ári.

Related Posts