Telma Garðarsdóttir (43) hönnuður er eigandi verslunarinnar Móa:

Hún er ekki bara arkitekt og hönnuður og fyrrverandi hárgreiðslukona hún er einnig verslunareigandi. Verslun hennar stendur við Óðinsgötu og þar er að finna frábært úrval af sérhönnuðum barnafötum. Telma Garðarsdóttir lagði af stað út í óvissuna og útkoman varð hin skemmtilegasta. Í hennar tilviki varð til barnafatalína, fyrirtækið Mói og tvö börn bættust einnig í hópinn.

DRAUMURINN: Telma er í draumastarfinu og nýtur vinnunnar til hins ýtrasta og þegar hún á lausar stundir er hún með fjölskyldunni sinni, enda er nóg að gera á stóru heimili þar sem börnin eru fjögur talsins.

DRAUMURINN: Telma er í draumastarfinu og nýtur vinnunnar til hins ýtrasta og þegar hún á lausar stundir er hún með fjölskyldunni sinni, enda er nóg að gera á stóru heimili þar sem börnin eru fjögur talsins.

MÓI OG KRUMMI „Við áttum von á okkar þriðja barni þetta sama ár þannig að ég var töluvert innvinkluð í starf Birgis, mannsins míns, þar sem hann var með vinnuaðstöðuna heima. Ég tók að mér nokkur grafísk hönnunarverkefni fyrir erlend vörumerki og má segja að ég hafi ekki snúið til baka eftir það. Eftir að ég hafði lokið fæðingarorlofinu lét ég slag standa og hannaði mína eigin línu. Það var mikil áhersla lögð á að finna réttu samstarfsaðilana, réttu verksmiðjuna og umfram allt var það algert skilyrði að allt sem kæmi frá okkur væri úr besta fáanlega hráefninu sem væri lífrænt vottað og einnig að allur aðbúnaður og aðstæður alls starfsfólks væri í lagi,“ segir Telma afar stolt af línunni sinni.

Í HJARTA MIÐBÆJARINS: Verslunin er einstaklega rúmgóð og flíkurnar njóta sín vel í þessu fallega umhverfi. Telmu líður mjög vel í miðbænum og miðbærinn iðar af mannlífi.

Í HJARTA MIÐBÆJARINS: Verslunin er einstaklega rúmgóð og flíkurnar njóta sín vel í þessu fallega umhverfi. Telmu líður mjög vel í miðbænum og miðbærinn iðar af mannlífi.

Fyrsta hönnunarlínan

Fyrsta línan hjá Móa kom á markað vorið 2013 en þá hafði farið rúmt eitt ár í hugmyndavinnu að vörumerkinu. „Fyrsta línan fékk alveg ótrúlega góð viðbrögð og fór strax í um fimmtíu verslanir í um fimmtán löndum. Mói sendir frá sér tvær línur á ári og erum við því nú að fá til okkar níundu línuna núna í janúar. Í dag eru um tvö hundruð verlslanir í um fjörutíu löndum sem kaupa vöruna okkar á ársgrundvelli og erum við með samstarfsaðila í Japan, Taívan, Rússlandi, Bandaríkjunum, á Spáni og Ítalíu.“

SH1611285605_008

 

Tilurð og tenging Móa

Móanafnið varð til eftir miklar pælingar en nafnið hefur margar merkingar og því var það stutt og tilvalið á alþjóðavettvangi. Nafnið merkir móa eða víðáttu sem og nafn á strák eða krummanum okkar,“ segir Telma og er mjög ánægð með nafnið. „Við erum staðsett á Óðinsgötu 1 en þar erum við með vinnustofu sem og verslun. Það er yndislegt að taka þátt í mannlífinu í miðborginni og það er í raun eini staðurinn sem við sjáum Móa fyrir okkur vaxa og dafna í framtíðinni.“

Kíkir ekki í kaffi til vina í Danaveldi óundirbúið

Við bjuggum í Danmörku í fimm ár, lífið er mun fjölskylduvænna þar, styttri vinnutími og í raun þróaðra samfélag hvað fjölskyldur og börn varðar. Þetta var góður og lærdómsríkur tími fyrir alla fjölskylduna en það var jafnframt mjög gott að koma aftur heim til Íslands því hér eigum við heima,“ segir Telma og er mjög ánægð að vera komin aftur heim til Íslands með fjölskylduna. Meðan þau bjuggu úti bættust tvö börn í hópinn og því var líka kærkomið að koma með barnahópinn heim. Henni finnst vera svolítill munur á kúltúr Dana og Íslendinga og skemmtilegt að upplifa menninguna í Danmörku. „Það er menningarmunur þrátt fyrir að Danir séu hvað líkastir okkur Íslendingum. Munurinn felst helst í skipulagningu og hvað allt virðist vera í föstum skorðum. Þú kíkir ekkert við í kaffi hjá vinum og kunningjum í Danmörku án þess að skipuleggja slíkt með góðum fyrirvara.“

STOLT AF LÍNUNNI: Telma er mjög stolt af barnafatalínunni sinni Móa og má svo sannarlega verið það. Hér er hún með samfellu úr línunni.

STOLT AF LÍNUNNI: Telma er mjög stolt af barnafatalínunni sinni Móa og má svo sannarlega verið það. Hér er hún með samfellu úr línunni.

Fjölbreytt og skemmtilegt starf

Það er enginn dagur eins hjá mér sem er einn af kostunum við starf mitt, álagið er mjög misjafnt eftir því hvar ég er í hönnunarferlinu. Ég sé um alla hönnun og fylgi vörunni eftir í framleiðslu. Þetta er ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt starf. Núna er ég til dæmis að fara að fá sýnishornin af haustinu 2017 sem við sýnum í New York í janúar, þá förum við í myndatöku og búum til allt kynningarefni fyrir línuna. Nýja sumarlínan fer líka að detta í hús hjá okkur og svo erum við auðvitað að vinna með núverandi haust- og vetrarlínu í versluninni okkar á Óðinsgötunni. Svo það er að mörgu að huga og í raun er ég alltaf að vinna með 3 línur í einu, ein er á teikniborðinu meðan önnur er í kynningar- og söluferli og enn ein í sölu í verslunum,“ segir Telma alsæl með vinnuna sína. ,,Ég á fjölmörg áhugamál en vinnan og fjölskyldan taka allan minn tíma í dag og því þurfa áhugamálin að sitja á hakanum þangað til börnin stækka,“ segir Telma og brosir.

Mói er íslenskt barnafatamerki sem leggur höfuðáherslu á að hanna og framleiða framúrskarandi fatnað fyrir flotta krakka á aldrinum 0-12 ára. Allar vörur eru framleiddar úr lífrænni bómull og er það lykilþáttur í hönnunarferli hverrar vörulínu ásamt áherslu á þægindi í hversdagslegum athöfnum hvort sem það er í leik eða starfi (skóla).

Mói er íslenskt barnafatamerki sem leggur höfuðáherslu á að hanna og framleiða framúrskarandi fatnað fyrir flotta krakka á aldrinum 0-12 ára. Allar vörur eru framleiddar úr lífrænni bómull og er það lykilþáttur í hönnunarferli hverrar vörulínu ásamt áherslu á þægindi í hversdagslegum athöfnum hvort sem það er í leik eða starfi (skóla).

STÍLHREIN OG FALLEG LÍNA: Krumminn er aðalsmerki Móa og flíkurnar eru gjarnan með skemmtilegu krummamynstri. Umfram allt er línan unnin úr lífrænni bómull.

STÍLHREIN OG FALLEG LÍNA: Krumminn er aðalsmerki Móa og flíkurnar eru gjarnan með skemmtilegu krummamynstri. Umfram allt er línan unnin úr lífrænni bómull.

KRUMMI KRUNKAR ÚTI: Uppsetning flíkanna í búðinni er afar skemmtileg og auðvelt er að skoða þær þar sem rýmið er mjög gott.

KRUMMI KRUNKAR ÚTI: Uppsetning flíkanna í búðinni er afar skemmtileg og auðvelt er að skoða þær þar sem rýmið er mjög gott.

47. tbl. 2016, Móa, Séð og Heyrt, SH1611285605, Sjöfn Þórðardóttir, Telma Garðarsdóttir, viðtal

Séð og Heyrt fílar falleg barnaföt.

Related Posts