VI1410308457-1

Fullt nafn: María Sif Daníelsdóttir. Starfsheiti: Málari. Maki: Enginn maki. Börn: Á tvo flotta táninga, 13 og 16 ára. Stjörnumerki: Algjör Vog. Áhugamál: Myndlist, hönnun, krem, tónlist og litríkur matur. Á döfinni: Halda áfram að vinna að markmiðum, láta drauma rætast og mála risastórar myndirMaría Sif Daníelsdóttir myndlistarmaður kláraði nýverið að myndskreyta vísnabók fyrir börn, Vísnagull, sem kemur vonandi út fyrir jólin. „Næst á dagskrá hjá mér er að kynna bókina, halda útgáfuteiti, mála fyrir Gallerí List og undirbúa sýningu. Mér finnst gott að hafa mikið að gera og hef gaman af öllum verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur.“

María Sif Daníelsdóttir myndlistarmaður kláraði nýverið að myndskreyta vísnabók fyrir börn, Vísnagull, sem kemur vonandi út fyrir jólin. „Næst á dagskrá hjá mér er að kynna bókina, halda útgáfuteiti, mála fyrir Gallerí List og undirbúa sýningu. Mér finnst gott að hafa mikið að gera og hef gaman af öllum verkefnum sem ég tek mér fyrir hendur.“

Þess fyrir utan er hún að vinna á nafnlausa pizzastaðnum á Hverfisgötu 12. „Ég elska veitingabransann og hann passar vel með myndlistinni. Að vinna á svona skemmtilegum stað þar sem er nóg um vera veitir mér mikinn innblástur,“ segir María Sif.

Hennar persónulegi stíll einkennist af gallabuxum, hermannaskóm og leðurjakka. „Ég er líka oft í strigaskóm, mjög oft með húfu og er ekki mikið fyrir skartgripi. Mér finnst líka gaman að vera í kjólum og á nokkra sem eru í uppáhaldi inni í skáp og er sjúk í samfestinga.“ Ef Ásdís ætti að nefna eina þekkta konu sem veitir henni innblástur þá er það líklega Gwen Stefani því hún er algjör töffari og alltaf með rauðan varalit.

VI1410308457-4

Gstar-leðurjakkinn er tvímælalaust uppáhaldsflíkin mín. Ég var að rölta niður Laugaveginn árið 2007 og sá að vinur minn í Gstar-búðinni var að setja leðurjakka út í glugga. Það var ást við fyrstu sýn. Ég var með pening á mér sem ég hafði fengið fyrir málverk, en hafði samt engan veginn efni á honum, svo ég keypti hann á fimmtíu þúsund og hugsaði síðan: Guð minn góður, hvernig á ég að redda þessu. Hálftíma síðar fékk ég SMS frá Happdrætti Háskóla Íslands sem sagði að ég hefði unnið fimmtíu þúsund í útdrættinum – þvílík gleði! Ég nota hann mikið enn þá, algjör töffarajakki!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

VI1410308457-3

Ég er yfirleitt í Gstar-málningarbuxunum mínum og málningarbol, því ég er mjög oft að mála. Annars er ég mikið í gallabuxum og bol en skelli mér i kjól ef ég vil vera fín. Mér finnst til dæmis gaman að vera í kjól á mánudegi því þá er ég oft í fríi og þá er minn laugardagur.

VI1410308457-6

Ég fékk þessa gráu hermannaskó á helmingsafslætti og fór svo óvart í þeim í Master Class tíma í málun. Þeir urðu bara miklu flottari við það og eru algjört uppáhald.

 

 

Related Posts