Risasýning Ámunda Sigurðssonar (55) í Hönnunarsafni Íslands:

Einn fremsti hönnuður þjóðarinnar, Ámundi Sigurðsson, opnaði yfirlitssýningu á verkum sínum í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ og þar var gestkvæmt.

SH-img_9902

FAGNANDI: Ámundi tók hlýlega á móti gestum sínum.

Smart „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 30 ár, byrjaði BC, before computers, þannig að ég hef séð ýmislegt,“ segir Ámundi ánægður með sýninguna þó að hún spanni alls ekki allt lífsverk hans.

„Þetta er bara brotabrot af því sem ég hef gert en það var skemmtilegt að taka þetta saman og sjálfum fannst mér þá líkt og þetta væru verk eftir marga einstaklinga þótt aðrir þykist sjá höfundareinkenni mín á þessu öllu,“ segir Ámundi sem starfað hefur sjálfstætt undanfarin ár og hefur nóg að gera.

„Nú er ég að fara að gera kokkabók með Ibbu í Mensu og svo ætla ég að hanna sængurver fyrir Epal og það verður spennandi,“ segir Ámundi, fullur tilhlökkunar, á toppi ferils síns eins og sjá má í Hönnunarsafni Íslands.

ámundi

TRÍÓ: Hljóðlistamaðurinn Finnbogi Pétursson, Kristina, eiginkona hans, og Karítas Gunnarsdóttir.

 

ámundi

FORVITINN: Þessi gestur rýndi stíft í verkin.

Sjóðheitt Séð og Heyrt – nýtt blað á morgun!

Related Posts