Karen Blackwell (27) elskar það sem hún gerir og ætlar sér stóra hluti:

Karen Blackwell er eigandi KICE Collection. Hún er búsett í Atlanta í Bandaríkjunum og hannar og saumar föt heima hjá sér. Hún stefnir hátt í fatabransanum og lætur ekkert stoppa sig.

 

GÓÐAR SAMAN: Karen er hér með Khadiyah Lewis frá Love & Hip Hop Atlanta. Þær voru saman með tískusýningu en bolurinn sem Karen klæðist er hennar eigin hönnun.

GÓÐAR SAMAN: Karen er hér með Khadiyah Lewis frá Love & Hip Hop Atlanta. Þær voru saman með tískusýningu en bolurinn sem Karen klæðist er hennar eigin hönnun.

Hönnuður „Ég byrjaði að hanna og sauma föt heima hjá mér fyrir þremur árum. Mig bara langaði að hanna föt og keypti mér saumavél. Síðan fór ég að afla mér upplýsinga um það hvernig þetta væri gert með því til dæmis að horfa á myndbönd á Youtube, lesa bækur og æfa mig helling,“ segir Karen um upphafið af fatahönnunarferli hennar.

„Ég hef ekki hætt síðan og þetta er eitthvað sem ég virkilega elska að gera. Ég bý í Atlanta með eiginmanni mínum, Stacy Blackwell, og saman eigum við þrjú börn en allt í allt eigum við fimm. Okkur líður mjög vel hérna og höfum það gott.“

ALGJÖR HUNDUR: Það getur verið gott að þekkja fræga einstaklinga þegar maður vill koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Hér er Karen með rapphundinum Snoop Dogg.

ALGJÖR HUNDUR: Það getur verið gott að þekkja fræga einstaklinga þegar maður vill koma sér á framfæri í Bandaríkjunum. Hér er Karen með rapphundinum Snoop Dogg.

Ísland spennandi

Það er ekki algengt fyrir Bandaríkjamenn að hitta Íslendinga og Karen segir það alltaf vera mjög spennandi fyrir fólk þegar það heyri af uppruna hennar. Það að vera Íslendingur hjálpar henni þó ekki endilega.

„Það er ekkert endilega að hjálpa mér hvað varðar hönnunina að vera frá Íslandi en fólki finnst mjög gaman að heyra það. Ég hef oft lent í því að fólki bregður og oft hef ég heyrt að ég sé fyrsta manneskjan sem það hittir frá Íslandi. Fólki finnst líka gaman að segja frá því að það klæðist fötum frá erlendum hönnuði,“ segir Karen sem er með nokkur járn í eldinum.

GÓÐ SAMAN: Karen og rapparinn David Banner fengu mynd af sér saman en Karen er í kjól frá KICE.

GÓÐ SAMAN: Karen og rapparinn David Banner fengu mynd af sér saman en Karen er í kjól frá KICE.

„Ég er að búa mér til tengslanet og hef sýnt núna á tveimur tískusýningum. Mér er boðið að vera með á sýningu oft í mánuði en ég er svona „one woman show“ og er ekki með neinn til að aðstoða mig þannig að það er oft erfitt að taka þátt í þessum sýningum þótt það væri svakalega gaman.“

„Ég hef ekki enn hannað fyrir nein stór nöfn í bransanum en ég hef þó verið í kringum marga fræga eisntaklinga og vonandi næ ég einhverjum þekktum inn bráðlega.“

LITRÍKT: Hér má sjá fyrisætuna Kissie Lee í myndatöku fyrir KICE.

LITRÍKT: Hér má sjá fyrisætuna Kissie Lee í myndatöku fyrir KICE.

Ætlar alla leið

Fatabransinn getur verið harður og margir sem vilja koma sinni hönnun á framfæri. Karen ætlar sér stóra hluti og lætur ekkert stöðva sig.

ALVÖRUFÓLK: Fyrirsætan Kissie Lee er hér með tónlistarkonunni Faith Evans og Keke Wyatt.

ALVÖRUFÓLK: Fyrirsætan Kissie Lee er hér með tónlistarkonunni Faith Evans og Keke Wyatt.

„Ég stefni hátt í bransanum og fólk sem þekkir mig veit að ég mun ekki láta neitt stöðva mig í því að komast á toppinn. Ég trúi því að sama hversu stórir draumar þínir eru þá geti þeir ræst. Þú þarft bara að vilja hlutina og vera tilbúin til að vinna fyrir þeim. Jákvæðni skiptir einnig miklu máli og getur fleytt þér langt.“

ALLTAF Í VINNUNNI: Karen lét það ekki stoppa sig að vera komin fimm mánuði á leið heldur stillti hún upp fyrir myndtöku.

ALLTAF Í VINNUNNI: Karen lét það ekki stoppa sig að vera komin fimm mánuði á leið heldur stillti hún upp fyrir myndtöku.

 

TVÆR GÓÐAR: Karen og fyrirsætan Kaylah hafa unnið saman.

TVÆR GÓÐAR: Karen og fyrirsætan Kaylah hafa unnið saman.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts