Kristbjörg Guðmundsdóttir (60) á Skólavörðustíg:

Kristbjörg Guðmundsdóttir, leirlistarkona og hönnuður, hefur opnað sýningu ásamt Þórdísi Árnadóttur myndlistarmanni á efri hæðinni í Listhúsi Ófeigs. Þar sýnir Kristbjörg duftker af ýmsum stærðum og gerðum.

Duftker

VERK SEM VERÐA GRAFIN UM LEIÐ: „Það eru sumir sem furða sig á því að ég sé að gera falleg verk sem verða síðan grafin um leið en mér finnst skipta máli að láta jarðneskar leifar í eitthvað fallegt.“

Duftker

FJÖLBREYTT: Duftkerin eru unnin í postulín og steinleir. Þau eru ýmist steypt í gifsform eða handmótuð og eru af ýmsum stærðum og gerðum.

Öðruvísi „Við hjá Leirlistarfélaginu vorum með sýning á duftkerjum fyrir fimm árum síðan. Mér fannst verkið áhugavert og sótti um styrk hjá Hönnunarsjóði til að halda þessu áfram,“ segir leirlistakonan Kristbjörg.
Kristbjörg er hvað þekktust fyrir notkun kristallaglerunga en hún er ein hér á landi sem vinnur með slíka glerunga enda mjög vandmeðfarnir og erfiðir viðureignar.

Kristbjörg fékk styrk í desember árið 2013 og hefur unnið í duftkerjum síðan. „Það var lítið úrval af fallegum kerjum og fannst mér þetta því tilvalið. Ég setti inn í umsóknina að ég myndi enda verkefnið með stórri sýningu og nú er komið að því.“

Kristbjörg heldur sýningu með myndlistarmanninum Þórdísi Árnadóttur sem sýnir óhlutbundin akrýlmálverk á striga. „Ég fer í sund á morgnana og hitti Þórdísi stundum þá. Einn daginn var Þórdís að segja mér að hana langaði til að halda málverkasýningu í sumar og þá stakk ég upp á því að við myndum halda sýningu saman. Þar með var það ákveðið – það er ýmislegt sem gerist í heita pottinum,“ segir Kristbjörg ánægð með sitt.

Kristbjörg segir duftkerin ekki vera öðruvísi heldur en önnur verk sem hún hefur gert. „Mér finnst þetta alls ekki skrýtið. Það eru sumir sem furða sig á því að ég sé að gera falleg verk sem verða síðan grafin um leið en mér finnst skipta máli að láta jarðneskar leifar í eitthvað fallegt.“

Kristbjörg segist þó sjálf ekki ætla enda í keri. „Ég hugsa að ég láti ekki brenna mig. Dóttir mín spurði mig reyndar um daginn hvort ég gæti gert ker handa sér, því ég yrði líklegast farin áður en hún myndi kveðja þennan heim.“

duftker, Kristbjörg Guðmundsdóttir, leirlist, listamaður, Séð og Heyrt, SH1507168001, 28. tbl. 2015

FALLEG VERK: Kristbjörg sýnir duftker af ýmsum stærðum og gerðum en hún fékk styrk frá Hönnunarsjóði til hönnunar duftkerja og er sýningin afrakstur þeirrar vinnu.

Related Posts