Hrafnhildur Arnardóttir (17) er rétt að byrja:

Hrafnhildur Arnardóttir keppti á sínu fyrsta fitnessmóti og skemmti sér vel. ,,Ég var alltaf í samkvæmisdönsum og er nýhætt í þeim en vildi setja mér eitthvert annað markmið. Unnur Kristín, systir Hönnu Rúnar, þjálfaði mig í pósum og ég fékk bikiníið lánað hjá henni, en Hanna Rún saumaði það. Ég er rétt að byrja í þessu og æfi í Sporthúsinu. Mér hefur aldrei liðið jafnvel á ævinni eins og í niðurskurðinum, mataræðið hentaði mér vel, það er persónubundið hvernig það er. En í mínu tilfelli virkaði þetta meiri háttar vel. Ég er komin til að vera í þessu sporti það er engin spurning,” segir Hrafnhildur sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni.

fitnes

FLOTT BIKINÍ: Það eru ekki bara vöðvarnir sem skipta máli, bikiníin þurfa að glitra og vekja eftirtekt.

Sjáið allar myndirnar í Séð og Heyrt!

 

Related Posts