Dans

SÆT SAMAN: Sætur koss.

Dansstjarnan Hanna Rún og eiginmaður hennar, Nikita, voru alsæl í stóru danskeppninni í Laugardalshöll á dögunum og eftir indælan snúning á gólfinu með tilheyrandi sveiflu mættust varir þeirra í heitum kossi.

Danskeppnin á Reykjavík International Games vekur ávallt mikla athygli, enda mörg af fremstu danspörum landsins sem keppa þar. Í ár var engin undantekning og heppnaðist keppnin einstaklega vel. Fjöldi erlendra para mætti en fá þeirra áttu roð í íslensku pörin. Framtíðin er svo sannarlega björt í dansmenningu Íslendinga því fjöldinn allur af ungum danspörum sýndi frábær tilþrif svo eftir var tekið.

ÿØÿà

AFI MÆTTI: Óli gullsmiður, faðir Hönnu Rúnar, mætti til að styðja sitt fólk. Það er greinilega gott að hvíla í afafangi því Vladimir Óli, sonur Hönnu og Nikita, svaf værum svefni hjá afa.

Related Posts