Frændi okkar Lars (58) setur pass á bíóið í bili:

Hinn stöðugt umdeildi Lars von Trier heldur nú beinustu leið aftur í sjónvarpið, í fyrsta sinn í tuttugu ár (ófáir hafa væntanlega gleymt Ríkinu, eða Riget), með þáttaröðinni The House That Jack Built. Trier liggur um þessar mundir yfir handritinu að þáttunum og er búið að staðfesta það að þeir verði á ensku og með leikarahóp sem komi víðs vegar að úr heiminum.

„Þið hafið aldrei séð svona þætti áður og munið aldrei sjá svona þætti aftur,“ er haft eftir framleiðandanum Peter Jensen, sem stendur að framleiðslufyrirtækinu Zentropa ásamt Trier. Tökur munu hefjast árið 2016 en þangað til að líður að því geta aðdáendur vægðarlausa Danans búið sig undir óklipptu útgáfuna af lauslætisepíkinni Nymphomaniac. Má þá loksins sjá það dýr eins og maðurinn sjálfur vildi sleppa því lausu. Myndin, sem gefin var út í tveimur hlutum í vor. Lars hefur sagt að hún hafi verið þriðja myndin hans í hinum svokallaða ,,þunglyndisþríleik“ sínum. Hinar tvær í þeirri röð voru hinar margumræddu Anti-Christ og Melancholia.

Hvort sé um að ræða eitthvað í léttari eða þyngri dúrnum frá Dananum verður að koma seinna í ljós.

Related Posts