Jón Ólafsson (60) minnist Joe heitins Cocker (1944-2014):

JON LITIL

HEPPINN: Jón Ólafsson kynntist Joe Cocker þegar hann sjálfur var að stíga sín fyrstu spor í bransanum.

„Ég hitti Joe Cocker, sennilega sumarið 1975, þegar ég var staddur á tónlistarhátíð á Englandi. Þarna voru allir helstu hljómsveitir og tónlistarmenn þessa tíma, m.a. Doobie Brothers, Iggy Pop, Van Morrison og Allman Brothers Band.

Eins ótrúlegt og það var þá kynnti Gregg Allman, forsprakki Allman Brothers Band, mig fyrir Joe Cocker. Hann tók mér vel, var ótrúlega viðkunnalegur og sagði skemmtilegar sögur af sjálfum sér og vinum sínum. Þetta var góður drengur sem var einstaklega lífsglaður og var mjög opinn og ræðinn. Hann hafði mikinn áhuga á Íslandi og vildi vita allt um land og þjóð.

Ég hitti hann nokkrum sinnum eftir þetta þegar ég fór til London og það fór alltaf vel á með okkur. Glasið var aldrei langt undan og Joe reykti alveg eins og skorsteinn og ekki alltaf eingöngu tóbak. Á þessum árum fór mikið orð af drykkjuskap hans og stundum var hann þannig á sig kominn að hann gat varla sungið á tónleikum, en ég sá hann aldrei í þeim ham. Hann sneri seinna við blaðinu og hreinsaði sig eins og sagt er.

COCKER WOOD

STJARNA: Joe Cocker lagði heiminn að fótum sér með bítlalagi á Woodstock.

Joe Cocker varð þekktur í Bretlandi árið 1968 þegar hann hljóðritaði Bítlalagið With A Little Help From My Friends, þar sem Jimmy Page spilaði á gítarinn. Ári seinna var hann í hópi þeirra tónlistarmanna sem komu fram á Woodstock tónlistarhátíðinni. Hann varð heimsþekktur þegar heimildarmynd um Woodstock var sýnd í kvikmyndahúsum víðsvegar um veröldina.

 


Hin sérkennilega ráma söngrödd var þannig að stundum virtist hann ekki ráða við að syngja, en svo komu þessir ótrúlega söngtónar frá barka hans. Það sem vakti helst athygli þeirra sem sáu hann á sviði voru hinar spastísku sviðshreyfingar, sem voru eitt af einkennum hans.

John Robert Cocker, fæddist 20. maí 1944 í Sheffield og fékk fljótlega gælunafnið Joe. Hann kom fyrst fram sem söngvari 12 ára með hljómsveit bróður síns og stuttu seinna tók hann listamannsnafnið Vance Arnold. Undir þessi nafnið gerði hann plötusamning en ákvað að nota nafnið Joe Cocker. Árið 1966 stofnaði hann Grease Band sem kom fram með honum á Woodstock hátíðinni. Hann sendi frá sér plötuna Joe Cocker! í nóvember 1969 þar sem hann söng Leonard Cohen lagið Bird On A Wire og Beatles lögin She Came In Through The Bathroom Window og Something. Þessi plata tryggði stöðu hans sem söngvara og nokkru seinna stofnaði hann Mad Dogs & Englishmen með píanistanum Leon Russell. Hann naut mikilla vinsælda í Bandaríkjunum þegar hann söng lagið You Are So Beautiful árið 1974.

COCKER GAMALL

ELDRI MAÐUR: Joe Cocker lést sjötugur að aldri.

Joe Cocker var aðallega þekktur fyrir að túlka lög eftir aðra höfunda og gaf út margar plötur þar sem hann færði lögin í nýjan búning. Stjarna hans reis hátt 1982 þegar hann söng Up Where We Belong með Jennifer Warnes fyrir kvikmyndina An Officer And A Gentleman. Lagið fór í efsta sæti bandaríska listans og hlaut Óskars verðlaun, auk þess sem Joe Cocker vann Grammy verðlaun. Annað eftirminnilegt lag er You Can Leave Your Hat On eftir Randy Newman sem Joe Cocker hljóðritaði 1986.

Joe Cocker kom til Íslands seinnipartinn í ágúst 2005 til að veiða lax og halda tónleika, en hann var þekktur silungsveiðimaður sem stundaði veiðar í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar.

COKER I STOL

FLOTTUR: Töff týpa í stól.


Þessi einstaki söngvari hafði alveg ótrúlega mikil áhrif á mig, ungan manninn, þegar ég hitti hann og var sjálfur að stíga mín fyrstu skref í tónlistarbransanum sem umboðsmaður og útgefandi.“

Related Posts