Hannes Sigurðsson listfræðingur (55) talar eins og arabi:

Fáir hafa jafngaman af heimspekilegum rökræðum og Hannes Sigurðsson listfræðingur, sem þekktastur er fyrir að hafa stýrt Listasafni Akureyrar af myndarbrag.

 

Ákafi og ástríða „Ég tala eins og arabi,“ segir Hannes hlæjandi um handapat sitt sem er í hæsta máta óvenjulegt í tjáningu flestra Íslendinga. Hannes lék á als oddi í frumsýningarpartíinu á Kex Hostel sem haldið var að lokinni sýningu kvikmyndarinnar Sjóndeildarhringur sem fjallar um myndlistarmanninn Georg Guðna. Listamaðurinn var mjög hæglátur í allri sinni tjáningu og kyrrðin var eitt helsta einkenni mynda hans þannig að ólíklegt verður að teljast að Hannes og Hilmar Einarsson í Morkinskinnu hafi verið að ræða verk hans. Hannes var samnemandi Georgs Guðna í Myndlista- og handíðaskólanum og gerði hann sér snemma grein fyrir einstökum hæfileikum hans. Hannes tjáir sig ítarlega um Georg Guðna og verk hans í myndinni en hann ritstýrði bókinni The Mountain sem kom út árið 2007 samfara sýningu listamannsins í Listasafni Akureyrar.

hannes sig

ÁKAFUR: Orðsnilld Hannesar á fáa sína líka.

hannes sig

Á FLUGI: Hér er Hannes kominn á fljúgandi flug í samtalinu við Hilmar Einarsson í Morkinskinnu.

hannes sig

ÓBORGANLEG TJÁNING: Hvað Hannes var að segja þarna er erfitt að geta sér til um en tjáningin er óborganleg.

hannes sig

ÍSLENSKUR ALI: Handahreyfingar Hannesar minntu stundum á Múhameð Ali.

Related Posts