Guðrún Svava Svavarsdóttir (70) og Sigurður Karlsson (65):

Fjöldi fólks lagði leið sína á sýningu Guðrúnu Svövu í Smiðjunni- Listhúsi við Ármúla.

 

Flottir litir Sýningin heitir Akvarell og á henni gefur að líta óhlutbundnar vatnslitamyndir eftir listakonuna. Guðrún Svava er einstaklega fjölhæf, hún starfaði m.a. sem fótaaðgerðakona en er komin á

ÿØÿá¸Exif

LISTAKONUR: Það fór vel á með listakonunum Guðrúnu Svövu og Kristbjörgu Kjeld.

ellilífeyrisaldur. Guðrún Svava hefur gefið út ljóðabók, kennt myndlist og haldið fjölmargar myndlistarsýningar. Eiginmaður hennar, Sigurður G. Karlsson, er fjölhæfur líkt og hún en hann var besti rokktrommari landsins um árabil og lék með hljómsveitunum Ævintýri, Svanfríði, Brunaliðinu og Póker, svo fáeinar séu nefndar. Sigurður er fótaaðgerðamaður, líkt og Guðrún Svava, en tekur í trommurnar við hátíðleg tækifæri.

Þau eru bæði Vottar Jehóva. „Við förum í boðunarstarfi á milli húsa en það fylgir því að vera Vottur,“ segir Sigurður. „Ég lét skírast árið 1984 en þá var ég búinn að skoða Biblíuna með Vottunum í tvö ár. Guðrún Svava gekk svo í söfnuðinn 1986.“

Vottar Jehóva

Vottar Jehóva eru mjög umdeildir. „Oft er skoðuð einhver hlið sem stenst ekki ein og sér og það vantar kannski að skoða trúna í samhengi,“ segir Sigurður. „Stundum er þetta hreinn rógburður sem á sér ekki stoð í veruleikanum þannig að maður er orðinn sjóaður í þessu. Þetta byggir oft á fordómum og þeir eru gjarnan hræðsla við eitthvað nýtt.“

Guðrún Svava

ÁNÆGÐIR: Róbert Róbertsson almannatengill og Bjarni Sigurðsson, eigandi Smiðjunnar, voru ánægðir með aðsóknina.

Sigurður hefur ekki sett fótinn á milli stafs og hurðar í trúboðinu líkt og haldið hefur verið fram að Vottar Jehóva geri. „Ég hef aldrei séð það gert og myndi ekki þora að gera það sjálfur. Maður gæti slasað sig illa á því. Ég man hins vegar eftir skemmtilegu atriði þegar ég var að læra fótaðgerðir úti í Danmörku og fór í boðunarferð á bóndabæ og bóndinn kom berfættur til dyra. Mér var starsýnt á táneglurnar á honum sem voru svakalegar og gleymdi öllu öðru. Það fyrsta sem ég spurði félaga mína eftir heimsóknina var hvort þeir hefðu tekið eftir tánum á honum og þeir fóru að skellihlæja að því hvað ég var upptekinn af líkamanum á meðan hugur þeirra beindist að andanum.“

Gestirnir gerðu góðan róm að verkum Guðrúnar Svövu en þau Sigurður eru nýflutt til Danmerkur þar sem þau búa á eyjunni Ærö.

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts