Hallgrímur Helgason (57)  er í paradís rithöfundarins:

Indland fer vel með Hallgrím Helgason þar sem hann hélt upp á afmælið sitt að indverja sið í hafnarborginni Kochi í Kerala fylki í gær. Hallgrímur hefur verið í símalausri útlegð frá áramótum að eigin sögn og dvelur í listanannahluta  Secret Garden hótelsins sem er í eigu Þóru Bergný Guðmundsdóttur.

„Hér er án efa best klædda starfsfólk á Indlandi,“ segir Hallgrímur á Facebook síðu sinni. „Það mætti kalla þetta „rithöfunda paradís“ (og ég syng það á hverjum morgni við lag Coolio´s Gangsta´s Paradise) með 33 gráðu hita, ayurveda nuddi, sterk krydduðum mat og áfengisbindindi. Það er eins og að verða 47 ára á Íslandi að verða 57 ára á Indlandi.“

hallgrímur

Í SÆLUVÍMU: Hallgrímur er í sæluvímu á Indlandi.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts