Stórleikarinn Leonardo DiCaprio virðist ekki ætla að smella sér í svarta rúllukragapeysu á næstunni, annað en kom til greina og hefur hann bakkað út úr ævisögunni um Steve Jobs.

Leikstjóri þess verks er Danny Boyle (Trainspotting, Slumdog Millionaire) og valdi hann DiCaprio sérstaklega fyrir hlutverk Jobs. Stórleikarinn þáði það með þökkum en telur núna að æskilegra sé að taka sér frí úr leiklist.

Undanfarið hefur hann verið í föllum tökum á kvikmyndinni The Revenant og hefur reynslan þar aðeins undirstrikað það að hans mati að dágott frí sé æskilegt á þessum tímapunkti.

DiCaprio hefur verið sérlega áberandi síðustu misseri, í myndum á borð við J. Edgar, The Great Gatsby, Django Unchained og The Wolf of the Wall Street.

Hefst þá leitin að nýjum Jobs…

Related Posts