Ákveðinn hópur vina og kunningja hefur komið saman á veitingahúsinu Asíu við Laugaveg á hverjum þriðjudegi síðastliðin 21 ár og alltaf borðað sömu súpuna.

Nú er Asía að loka um áramótin – sjá hér – og því var síðasta súpuveislan haldin á þriðjudaginn.

Alls hefur hópurinn borðað Asíu-súpuna í 1.115 skipti og það hlýtur að vera heimsmet.

HEFI1989

GÓÐUR FÉLAGSSKAPUR: Listamaðurinn Jónas R Jónsson í kvennafans á Asíu – í síðasta skipti.

 

HEFI1984

SVO GOTT: Finnbogi Helgason og Gísli Gíslason með súpu númer 1.115.

 

Related Posts