Árásin á Parísarbúa skelfir fólk um alla Evrópu og óttinn skýtur rótum djúpt. En hryðjuverk i álfunni eru ekki ný af nálinni og því rifjast þetta upp:

Sem ungur maður bjó ég sumarlangt í frönsku strandborginni Nice við frönskunám til undirbúnings háskólanáms í annarri borg þar í landi. Ég leigði herbergi hjá egypskri konu í blokk ekki fjarri ströndinni og þar sem hún bauð ekki upp á morgunverð eða annað fékk ég mitt kaffi og brauðsnúð á kaffihúsi á horninu þarna rétt hjá á hverjum morgni og sat þá oftar en ekki úti á gangstétt, eins og þar tíðkast.

Einn sunnudagsmorgun ákvað ég að sofa út þar sem ekki var skóli og nóttin hafði verið löng, eins og vill verða hjá ungum mönnum sem eru einir á ferð. Um ellefuleytið um morguninn vaknaði ég svo við mikinn dyn, líkt og verið væri að sprengja klöpp í húsgrunni og hvellurinn svo snarpur að ég fór á fætur.

Hugsaði ég ekki meira um það, klæddi mig og fór út á kaffihúsið mitt eins og venjulega. Þegar fyrir hornið kom blasti við sjón sem aldrei síðan hefur horfið úr huga mér; kaffihúsið ein rúst, búið að afgirða svæðið, lögreglumenn út um allt og þar sem gestir sátu vanalega á gangstétt lá sundursprengt bílflak. Kaffihúsið var í rúst.

Fréttir næstu daga hermdu að þarna hefðu aðskilnaðarsinnar Baska sprengt bílasprengju. Lagt bíl við gangstéttina og síðan sprengt með fjarstýringu þegar kaffihúsið var orðið þéttsetið gestum. Þeir sem sátu úti við þeyttust inn í kaffihúsið sjálft og ef ég man rétt létust um tuttugu manns.

Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég átt að sitja þarna með kaffibolla og croissant en gerði ekki vegna þess að það var sunnudagur og ég svaf út. Þess vegna sit ég hér og rifja þetta upp; ekki til að gera

eir’kur j—nsson

lífið skemmtilegra heldur frekar til að minna á að ekkert er öruggt í þessum heimi.

Áfram veginn – ekkert er að óttast nema óttann.

Eiríkur Jónsson

Related Posts