Þráinn Bertelsson er einn áhrifamesti rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður landsins. Þingmaðurinn fyrrverandi svarar spurningum vikunnar.

 

APPLE EÐA PC?

PC – þessa stundina.

 

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA?

Tómat og sinnep.

 

FACEBOOK EÐA TWITTER?

Facebook.

 

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG?

Hárskurður er ekki lengur vandamál sem leita þarf lausna á utan heimilis.

 

BORÐARÐU SVARTFUGLSEGG?

Nei, en þegar svartfuglinn er kominn úr egginu og búinn með skyldunámið finnst mér hann prýðilegur matur.

 

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN?

Á þessum tíma elda ég kvöldmatinn og kaupi inn ef eitthvað vantar.

 

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?

„Chateau de Gvendur“ er minn drykkur.

 

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?

Man það ekki. Sjöundi kossinn var miklu minnisstæðari.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?

„Einhvers konar ÉG“

 

HVER ER DRAUMABÍLLINN?

Citroën Traction Avant árgerð 1934. Franskur elegans á hjólum.

25. tbl. 2015, kvikmyndagerðamaður, rithöfundur, SH1506249576, spurt og svarað, þingmaður, Þráinn Bertelsson

ÞRÁINN BERTELSSON: Fyrrum þingmaðurinn svarar spurningum vikunnar.

KJÖT EÐA FISKUR?

Á víxl.

 

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?

Rúminu mínu.

 

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?

Ég man bara eftir vitlausum ákvörðunum sem ég iðrast, hinum gleymi ég.

 

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?

Kosturinn við að vera orðinn sjötugur og munaðarlaus er sá að foreldrar mínir eru ekki á ferð um bæinn segjandi sögur af mér.

 

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?

Tóti auðvitað. Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.

 

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?

Mér þykir yfirleitt ekki taka því að brynna músum yfir afþreyingarefni, en það er verra með raunverulegar fréttir eða fréttamyndir. Ég á erfitt með að horfa á börn í vandræðum.

 

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ, HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?

Game of Thrones, einhvers staðar í Westeros, sunnan Veggjar. Gæti vel hugsað mér að fá Tyrion í heimsókn um helgar.

 

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?

Vinir mínir kalla mig Þráin.

 

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?

Ég er svo til alveg hættur að roðna, en mér finnst alltaf hálfneyðarlegt þegar ég man ekki nöfn á fólki sem ég á að muna eftir.

 

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?

Klukkan sjö. Á morgnana.

 

ICELANDAIR EÐA WOW?

Það sem er ódýrara. Mér finnst ágætt að fljúga með þeim báðum. Kosturinn við að fljúga með Icelandair er að þá losnar maður við aulabrandarana og aulahrollinn.

 

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?

Ég á – með bankanum eins og flestir.

 

KÓK EÐA PEPSÍ?

Nei, takk, drekk ekki sykurvatn og allra síst gervisykurvatn.

 

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA?

Engin þjóð hefur sætt meiri ofsóknum en Gyðingar, sú merkilega þjóð, en sagan réttlætir ekki framferði þeirra við Palestínumenn. Mig dreymir stundum að ég fái að upplifa frið í Miðjarðarhafsbotnum.

 

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?

Net.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN?

Ég held að það sé úr vöggunni: Gluggatjald sem blaktir í köldum vindi. En ég er ekki viss. Minningar eru djúpsjávarfiskar.

 

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku!

Related Posts