Leikarinn Hugh Grant hefur ákveðið að slíta sig frá skemmtanabransanum fyrir fullt og allt … aftur. Það virðist koma reglulega fyrir að Grant hafi engan áhuga á áframhaldandi starfi í heimi fallega og fræga fólksins í Hollywood en að þessu sinni segist hann hafa endanlega fengið nóg, ekki síst af því að vera endalaust þekktur fyrir rómantískar gamanmyndir. „Þetta er óþolandi. Alltaf þegar ég geri mynd sem er ekki létt kómedía þá fer enginn á hana! Cloud Atlas er til dæmis ótrúleg, mögnuð mynd, en það sá hana enginn!“

Grant segir vandamálið þó ekki bara snúast um það að enginn styðji fjölbreytnina í hlutverkavali hans heldur, eins og hann orðar það, er bransinn eins og hann leggur sig allt nema dans á rósum. „Þetta er grimmur, ógeðslegur heimur og mér finnst að enginn eigi að tilheyra honum. Ég heyri svo oft í vinum eða ættingjum sem segja mér að þeir ætli út í skemmtanabransann en ég mæli alltaf harðlega gegn því. Ferlega ljótt allt saman.“

SEXÝ: Hugh Grant lék ýmis hlutverk í stórmyndinni Cloud Atlas, þar á meðal mannætu.

 

Related Posts