Kolbeinn Kristinsson (28) byrjaði í boxi til að koma sér í form:

Kolbeinn Kristinsson er stærsta nafnið í íslenskum hnefaleikum. Sem atvinnumaður hefur hann tekið þátt í sex bardögum, unnið þá alla og verið einstaklega sannfærandi í þeim. Stefnan er sett á að komast á topp 100 lista yfir bestu þungavigtarbardagamenn heims.

21. tbl. 2016, box, boxari, Gunnar Kolbeinn Kristinsson, SH1606085627

HORFIR TIL HOPKINS: Kolbeinn vill meina að Bernard Hopkins sé besti tæknilegi boxari allra tíma.

Feitur „Ég byrjaði að æfa árið 2007. Þá var ég feitur, ætlaði að koma mér í form og varð „húkkt“ og það vatt upp á sig. Svo er maður bara orðinn atvinnumaður,“ segir Kolbeinn um tilvist sína í boxheiminum á Íslandi. „Það er allt í lagi en það er erfitt að fá æfingafélaga. Aðstaðan á Íslandi er samt rosalega góð og þjálfarnir eru rosalega góðir en það vantar fleiri stóra stráka.“ Kolbeinn lítur mjög upp til eldri hetja, eins og Bernard Hopkins. „Alltaf verið hrifinn af Lennox Lewis, Larry Holmes og Bernard Hopkins, sem er tæknilega séð besti boxari sem þú finnur, og ég tengi við þá og hvernig þeir nota stærðina og ég byggi voða mikið á því,“ segir Kolbeinn.

21. tbl. 2016, box, boxari, Gunnar Kolbeinn Kristinsson, SH1606085627

BEINT Í MARK: Höggin dynja á pokanum.

Bönnuð íþrótt

Í gegnum árin hefur það ekki verið auðvelt fyrir fólk eins og Kolbein að stunda hnefaleika en þeir voru með öllu bannaðir frá árinu 1956 fram til 2002. Þá samþykkti Alþingi að leyfa áhugamannahnefaleika en í þeim eru íþróttamennirnir mun betur varðir en í atvinnumannahnefaleikum. Leyfisveitingin var mjög umdeild í sínum tíma og var mikið hitamál á Alþingi og í íslensku samfélagi. Því verður það að teljast gríðarlega góður árangur fyrir boxara eins og Kolbein að hafa náð svona góðum árangri í íþrótt sem á sér mjög stutta sögu hérlendis.

21. tbl. 2016, box, boxari, Gunnar Kolbeinn Kristinsson, SH1606085627

HOPP OG SKOPP: Sippubandið er vinur allra boxara.

Sextíu og þrjár lotur á þremur vikum

Níu vikum fyrir bardaga byrja ég að æfa,“ segir Kolbeinn um hvernig hann undirbýr sig fyrir bardaga. „Byrja létt. Líkamlegt, boxþrek og styrktaræfingar. Aðallega til að auka testósterónflæðið. Fjórum vikum fyrir byrja ég að boxa.“ Í undirbúningi fyrir seinasta bardaga sinn boxaði Kolbeinn 63 lotur á þremur vikum og lagði áherslu á mataræðið og að komast í rétt hugarástand.

21. tbl. 2016, box, boxari, Gunnar Kolbeinn Kristinsson, SH1606085627

HINN ÍSLENSKI ROCKY: Eins og Stallone stígur Kolbeinn í auga tígursins.

Aldrei jafnlifandi og þegar þú ert að boxa

Í fyrsta skipti sem ég var sleginn varð ég húkkt, ég varð að fá meira. Þú ert aldrei jafnlifandi og þegar þú ert að boxa,“ segir Kolbeinn. Eftir að hafa unnið sex bardaga í röð sem atvinnumaður gætu sumir orðið hrokafullir en Kolbeinn viðurkennir að einn bardagi hafi verið sér gífurlega erfiður. „Allir höfðu gengið auðveldlega nema þriðji bardaginn. Við misstum af vigtun, ég svaf lítið og illa. Ég dró þann bardaga út úr rassgatinu á mér.“ Boxheimurinn hefur heldur betur tekið eftir Kolbeini og hefur hann hækkað hratt á styrkleikalistanum. „Ég er kominn í topp 300 af 1400. Hækkaði mig um 250 eftir seinasta bardaga. Nú er topp 100 markmiðið og að keppa tvo til þrjá bardaga á næsta ári,“ en miklar líkur eru á næsti bardaginn hans verði í september á þessu ári.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts