Unnur Arndísardóttir (37) veit hvað klukkan slær:

norn

SYSTIR AVALON: Útskriftarathöfn þegar Unnur útskrifaðist sem systir Avalon árið 2013.

Dulúð „Ég býð allar konur velkomnar til mín á gyðjunámskeið sem verður undir stjórn Kathy Jones en hún kemur hingað til lands í þeim tilgangi að kynna og kenna gyðjufræðin. Námskeiðin fara fram í Móðurhofi sem er aðsetur mitt á Stokkseyri. En þar er náttúran svo mögnuð og krafturinn svo nálægur,“ segir Unnur sem er einnig jógakennari og heilari.

Kathy Jones er stofnandi og skólastjóri Gyðjuskólans í Glastonbury á Englandi þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér gyðjuna eins og hún birtist í náttúrunni allt í kring.

norn

FAGRAR OG DULARFULLAR: Allar konur geta fundið tengingu við gyðjuna.

norn

GYÐJAN FRÁ AVALON: Kathy Jones kom til landsins og hélt námskeið í heilunar- og jógastöð Unnar á Stokkseyri.

„Þetta kann að hljóma furðulega í eyrum sumra en gyðjufræðin byggja meðal annars á fornum átrúnaði og í skólanum í Glastonbury eru gyðjufræðin skoðuð með hliðsjón af gömlum þjóðarhefðum, sögum, menningu, náttúru og veðurfari. Kathy mun kynna gyðjufræðin og við tvær munum leiða helga athöfn hún sem gyðjan frá Avalon og ég sem hin norræna gyðja Íslands. Þetta eru áhugaverð fræði og ég hvet konur til kynna sér þetta,“ segir Unnur og býður alla velkomna.

Related Posts