Gunnar Helgason (49) veit hvað hann vill:

Felix á Bessastaði var niðurstaða Gunnars Helgasonar samstarfsfélaga Felix Bergssonar eftir góða skemmtun þeirra félaga á Grímuverðlaununum um daginn þar sem þeir voru tilnefndir fyrir barnasýninguna „Bakaraofninn þar sem matargerð er lyst“, sýning hlaut ekki verðlaun að þessu sinni en það spillti ekki fyrir gleði þeirra félaga. Gunnar Helgason hefur miklar mætur á samstarfsfélaga sínum og lét þau orð falla á Facebook síðu sinni að Felix Bergsson ætti að sækjast eftir embætti forseta Íslands og væri manna best að því komin.

Orðrétt segir Gunnar “ Í mínum huga (og reyndar hinna líka þegar nafnið bara á góma) er augljóst hver á að verða næsti forseti. Það er náttúrlega Felix Bergsson! Hann hefur alla kostina sem þarf, er ótrúlega vel giftur manni sem er með frábæra kontakta á alþjóðavísu og saman myndu þeir sameina þjóðina. Eini gallinn yrði sá að Gunni og Felix yrðu að hætta að skemmta saman! En það þarf að fórna ýmsu…“, eftir situr spurningin hvort Gunnari verði að ósk sinni eður ei.

untitled

STUNDIN ÞEIRRA: Gunni og Felix eru alltaf til í að sprella og skemmta sér og öðrum.

Related Posts