Stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson (89) stundar enn þá Qigong:

Fræga fólkið fjölmennti með börnin sín á frumsýningu söngleiksins Umhverfis jörðina á 80 dögum í Þjóðleikhúsinu. Flest börnin voru yngri en 16 ára nema Þorgerður Katrín sem er fimmtug.

Gunnar Eyjólfsson. Þórólfur Halldórsson

FLOTT FEÐGIN: Þau Gunnar og Þorgerður Katrín voru án efa elstu feðginin á frumsýningunni.

Rammkatólskur listamaður „Það var ægilega gaman í leikhúsinu og sýningin afburðaskemmtileg. Þetta var ákaflega vel gert hjá þeim og þau eiga virkilega þakkir skildar fyrir. Ég lifði mig vel inn í sýninguna og fer í leikhús þegar ég hef tök á því. Ég vildi gjarnan vera betri en er farinn að nálgast nírætt,“ segir Gunnar sem sjálfur vann hvern leiksigurinn af öðrum á fjölum Þjóðleikhússins um áratugaskeið.

„Heilsan mætti vera skárri en ég kvarta ekki. Ég væri þakklátur Guði ef öllum gengi eins vel og mér. Ég fór í sturtu og klæddi mig hjálparlaust í morgun en ég á líka góða fjölskyldu sem fylgist vel með mér,“ segir þessi meistari leiklistarinnar sem glatt hefur hjörtu Íslendinga á öllum aldri.

Gunnar hefur alltaf hugað vel að heilbrigði líkama og sálar og leiðbeint Íslendingum í qigong sem er mörg þúsund ára gaml­ar kín­versk­ar lífs­orkuæf­ing­ar sem njóta sívax­andi vin­sælda um víða veröld.

„Qigong er partur af lífinu hjá mér og ég byrja og enda daginn á því. Ég hugleiði alltaf því ég er rammkatólskur og það tengist bæninni,“ segir Gunnar sem verður níræður 24. febrúar.

ÿØÿá^àExif

AÐ AUSTAN: Eyþór Arn­alds, bæjarfulltrúi í Ölfusi, mætti á söngleikinn með börnin sín fjögur, þau Þjóðrek­ Hrafn, Guðrúnu Sig­ríði, Jón Starkað og Ara Elías.

 

Gunnar Eyjólfsson. Þórólfur Halldórsson

LÉTTLEIKANDI: Ráðherrahjónin Illugi Gunnarsson og Brynhildur Einarsdóttir léku á als oddi í leikhúsinu með Guðrúnu Ínu, dóttur sinni.

 

ÿØÿá·&Exif

MEÐ MÖMMU: Þau Garðar Sig­ur Gísla­son og Rakel María Gísla­dótt­ir skemmtu sér vel með mömmu sinni, Nínu Dögg Filippusdóttur leikkonu.

Related Posts