GULLMAÐUR OPNAR GALLERÍ

Sverrir Einar Eiríksson (43) sópar til sín stjörnunum:

Hann er þekktastur sem „gullmaðurinn“ í Kringlunni; Sverrir Einar Eiríksson rekur þar veðlánafyrirtæki, kaupir gull og aðrar gersemar og greiðir út í hönd með beinhörðum peningum. En nú hefur listagyðjan gripið hann heljartökum.

Artí Það var margt um manninn þegar Sverrir Einar opnaði Gallerí Port á Nýbýlavegi í Kópavogi. Í rúmgóðum salarkynnum hafði hann safnað saman verkum eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar sem enn lifa; mörg stórkostleg verk og dýr eftir því.

Vel var veitt í Portinu en veitingar voru í boði Nam og Karls K. Karlssonar.

Related Posts