Dans, Hanna Rún, Nikita, Ástrós

MEÐ MÖMMU: Hendrik var á þeytingi á bak við barinn og í eldhúsinu en gaf sér tíma til að heilsa upp á mömmu sína, Kristínu Benediktsdóttur, sem kynntist Hemma Gunn ung í gegnum handboltann, þau trúlofuðust og eignuðust Hendrik.

Hendrik Hermannsson (40) og Magnús Steinþórsson (65) yfirtaka Players:

Athafnamaðurinn Hendrik Björn Hermannsson, sonur okkar ástsæla Hemma Gunn, og gullsmiðurinn Magnús Steinþórsson hafa tekið höndum saman um rekstur sportbarsins Players í Kópavogi. Magnús er sérstaklega stoltur af matseðli staðarins, enda sólginn í djúpsteiktar rækjur og annað gúmmelaði frá Taílandi, sem er í öndvegi á seðlinum.
Alltaf í boltanum „Taílenski maturinn hérna er alveg æði. Þið verðið að prófa!“ segir gullsmíðameistarinn glaðhlakkalegur við gesti í opnunarteiti Players á nýjum stað í Búðakór í Kópavogi. Hann og Hendrik Hermannsson hafa tekið yfir reksturinn og ætla sér stóra hluti í Kópavoginum.

 

Players

GLATT Á HJALLA: Magnús og Margrét voru í skýjunum með nýja staðinn og ekki síður tvíburana sem una sér vel hjá ömmu og afa.

 

Þetta og miklu meira í nýjasta Séð og Heyrt.

Related Posts