Sprengjusérfræðingar hersins í Texas komu að gerð eins verksins:

Risavaxin sýning á verkum arkitektsins og listamannsins Guðjóns Bjarnasonar verður opnuð í lok mánaðarins í virtasta safni Indlands, Þjóðarlistasafninu eða The National Academy of Art, í miðborg Nýju Delí. Um er að ræða stærstu einkasýningu í sögu safnsins og spannar hún yfir alla sýningarsali safnsins.

Sýningin ber heitið GOlden SectiONs-the global work of Gudjon Bjarnason. Um er að ræða boðsýningu í tilefni af 60 ára afmæli safnsins. Sýningin er jafnframt hluti af listahátíðinni Indian Art Fair. Verkin sem Guðjón sýnir eru frá árinu 2011 og fram til dagsins í dag. Hann hefur á þessu tímabili unnið mikið á Indlandi en einnig í Kína og Bandaríkjnunum auk Íslands. Verkin eru m.a. myndlist, höggmyndir og ljósmyndir auk arkitektúrs og hönnunnar.

Í sýningaskránni kemur m.a. fram að meðal sýningargripa séu skúlptúrinnsetningar sem unnar voru af sprengjusérfræðingum bandaríska hersins í Texas. Þá segir að arkitektúrinn á sýningunni sé m.a. verðlaunatillögur sem listvinnustofa Guðjóns, GB-AAA, hefur hannað. Stofan vann nýlega fimm opinberar samkeppnir í röð um hönnun átta bygginga þ.á.m. um SICPAC sem verður stærsta tónlistarhús Indlands.

Meðal þeirra sem unnu að þessari sýningu var Jón Proppé listaheimspekingur en hann kom að gerð sýningarskrárinnar og verður raunar viðstaddur þegar sýningin verður formlega opnuð þann 24. janúar.

STÆRSTA SÝNINGIN: Um er að ræða stærsti einkasýningu í sögu safnsins.

STÆRSTA SÝNINGIN: Um er að ræða stærsti einkasýningu í sögu safnsins.

Related Posts