Rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson fagnar nú 20 ára rithöfundarafmæli sínu með því að gefa út sína fyrstu barnabók um fröken Lovísu Perlufesti Blómasdóttur og með námskeiði um skapandi skrif í Endurmenntun Háskóla Íslands. Stefán Máni svarar spurningum vikunnar.

SH1610056600-1

MÉR FINNST GAMAN AÐ … lesa, hjóla, synda, skrifa, hlusta á tónlist og spila á gítar.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN?  Já, ég var þar. Við fengum brauð og vín. Meistarinn splæsti. Gott kvöld sem fór svo aðeins úr böndunum. Fokkings Júdas.

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Hvorugt enn … en vil vera grafinn, svo reistur upp frá dauðum til að stjórna heiminum um alla eilífð, amen.

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Allt. Líka á Akureyri.

FACEBOOK EÐA TWITTER? Twitter, þar sem allar stjúpdætur mínar búa. #pabbatwitter

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Á Senter hjá henni Steinunni Ósk minni.

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN? Fer í sund, spila á gítar, borða kvöldmat, drekk te og les.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Gítarnögl, 0,6 mm.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?  Hvorugt en af tvennu illu frekar bjór. Léttvín er drasl.

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR? Þossi minn. Salka Sól er líka fín. Annars vil ég bara hafa tónlist, ekkert tal. Enda oft á Rondo.

HVER STJÓRNAR SJÓNVARPSFJARSTÝRINGUNNI Á HEIMILINU? Ég. Nema krakkarnir séu heima. Þá líka ég.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Sætur.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Hvernig á að búa til myrkur með því að hella olíu á eld.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Benz G Class.

FYRSTA STARFIÐ? Salthúsið í Ólafsvík og/eða umboðsmaður DV í Ólafsvík auk þess að bera út blöðin í allar götur.

FLOTTASTA KIRKJA Á ÍSLANDI ER … hin dæmigerða litla sveitakirkja.

LANDSPÍTALI VIÐ HRINGBRAUT? Það átti að reisa hann í Nauthólsvík þar sem HR er, hafa þyrlupall á þakinu og láta þyrlur sjá alfarið um sjúkraflutninga. End of story.

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Snæfellsnesþjóðgarður.

HVAÐA RÉTT ERTU BESTUR Í AÐ ELDA? Ítalskar kjötbollur, spaghetti og marinara-sósu.

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Bara eitthvað einfalt. Að vera ósigrandi og lifa að eilífu, eitthvað þannig.

GIST Í FANGAKLEFA? Nei.

STURTA EÐA BAÐ? Sund.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Get samið lög. Vissi það ekki sjálfur fyrr en fyrir stuttu.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Rúmi, haha. Engu en er samt í nærbuxum, svona snyrtilegra.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR? Sjampósöguna sem er í nýju barnabókinni minni.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST? Gerist í hverri viku. Gæti hafa verið Paris, Texas eftir Wim Wenders.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Flughræðsla, dauðahræðsla, sjúkdómahræðsla, spítalahræðsla og almennan kvíða. Þess utan, ekki neitt sko.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að kenna sjálfum mér á gítar til dæmis. Þær eru margar.

FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Cheerios með súrri mjólk. En það reddaðist. Tróð bara klósettpappír í nefið.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Það hefur ekkert að gera með Spán, matareitrun eða X langa vegalengd frá næsta salerni.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Ca. 07:15.

ICELANDAIR EÐA WOW? Icelandair er ég þarf ekki að borga – sjónvarpið maður.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Á.

HVAÐA BÓK ER Á NÁTTBORÐINU? Landvættir eftir Ófeig skáldbróður minn.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Pappír.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Guð birtist mér í vöggu, horfði í augu mér og sagði: „Æ, sorry. Ég fór húsavillt. Þú ert sonur hins.“

Séð og Heyrt spyr og fær svör.

Related Posts