Leikfélag Akureyrar frumsýnir Grýlu:

Grýla er ekki í góðu skapi. Hún er heimilislaus. Það er búið að bora gat í gegnum heimilið hennar og allt er á floti. Nú þarf hún að finna sér nýja íbúð, helst með heitum potti og gæludýr verða að vera leyfð. Hún segist vera löngu hætt að borða börn og að það eigi allt sér sínar útskýringar. En Lögreglan á Akureyri vill ekki leyfa henni að flytja í bæinn, nema krakkarnir samþykki það. Því hefur Grýla boðað börnin í bænum á íbúafund í Samkomuhúsinu.

Auðunn Níelsson Ljósmyndari - www.audunn.com

GRÝLA Á AKUREYRI: Grýla er óneitanlega glæsileg þó hún geti verið svöng. Mynd / Auðunn Níelsson

Aðalhlutverk: Saga Garðarsdóttir
Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson
Höfundar: Dóri DNA og Gunnar Gunnsteinsson
Leikstjóri: Gunnar Gunnsteinsson
Leikmynd og búningar: Íris Eggertsdóttir
Lýsing: Lárus Heiðar Sveinsson
Förðun: Heiðdís Austfjörð
Sviðsvinna: Bjarki

Börn undir sex ára aldri eru á eigin ábyrgð Grýla gæti verið svöng.

Related Posts