Þeir Jim Carrey og Jeff Daniels skildu húmorinn og hressleikann ekki eftir heima þegar þeir kíktu við í kvöldþáttinn hjá Jimmy Fallon. Sjá má þá gantast með gervihendur á meðan þeir reyna að sinna einfaldri hamborgarapöntun.

Carrey og Daniels sjást fljótlega sameinast á hvíta tjaldinu í fyrsta skiptið í tuttugu ár. Tvíeykið kikti vissulega í kvöldþáttinn til að kynna framhaldsmyndina Dumb & Dumber To, sem ansi margir bíða spenntir að sjá.

Myndin verður frumsýnd á föstudaginn.

Related Posts