Margt var um manninn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þegar Götugrill Securitas bauð félagsmönnum Neistans og fjölskyldum þeirra í grillveislu. Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og eru um 300 fjölskyldur í félaginu. Gestir gæddu sér á nýgrilluðum pylsum og allir fengu sumargjöf.

hjarta 2

GAMAN SAMAN: Brugðið á leik.

„Við hjá Securitas byrjuðum fyrir ári síðan að bjóða líknarfélögum eða umönnunarheimilum fyrir börn upp á grillveislu. Í fyrra grilluðum við fyrir Rjóðrið, dvalarheimili fyrir langveik börn, í tilefni 10 ára afmælis heimilisins. Veislan tókst mjög vel og okkur var svo vel tekið að það var strax ákveðið að endurtaka leikinn í ár og hafa þetta árlegt hér eftir. Starfsmenn Securitas koma með Götugrill Securitas, stórt kolagrill sem er lánað til viðskiptavina, og grilla pylsur fyrir gesti. Mikil gleði og þakklæti einkenna þessar veislur.

hjarta 4

ÖRUGGAR PYLSUR: Securitas að störfum.

„Það er mikill styrkur fólginn í því fyrir foreldra hjartveikra barna að hitta aðra í sömu stöðu. Við reynum því að hafa marga viðburði yfir árið þar sem fjölskyldurnar koma saman og ræða málefni barnanna og miðla af reynslu sinni til annarra foreldra. Við erum því afar þakklát fyrir grillveisluna sem Securitas bauð okkur í. Ungir sem aldnir nutu vel og höfðu gaman af“ sagði Fríða Björk Arnardóttir, formaður Neistans.

hjarta 5

EINBEITTUR: Góð tilþrif.

Lesið Séð og Heyrt í hverri viku og allan sólarhringinn á netinu!

Related Posts