Jónína Eyja Þórðardóttir (49) og Björn Björnsson (45) frá Þórustöðum skemmtu sér eins og sannir Vestfirðingar:

 

Flateyri

LOPAPAR: Jónína Eyja Þórðardóttir og Björn Björnsson á Þórustöðum létu sig ekki vanta frekar en á öðrum hátíðum tileinkuðum teiknimyndapersónum.

 

Götuveisla Flateyrar fór fram um helgina og tókst með afbrigðum vel. Veislan hófst á miðnæturhlaupi enda er götuveislan haldin síðustu helgi í júní og Jónsmessan því skammt undan. Þessi frumraun miðnæturhlaupsins tókst ótrúlega vel þrátt fyrir bæði rok og rigningu en sú samsetning veðra er afar sjaldgæf í hinum veðursæla Önundarfirði. Þátttakendur voru ekki allir háir í loftinu og fæstir vanir að vera á fótum um miðnætti.

 

Flateyri

BRUNAMAT: Hrafnkell Kaj horfir í eldinn og dáist að loganum dansa sinn eilífðardans í rökkrinu á Flateyri.

 

Vöfflur og grautur Mikil dagskrá var á laugardeginum, boðið var upp á fríar kajakferðir og Gunnukaffi bauð upp á kjötsúpu og ástarpunga í hádeginu, vöfflur í Allabúð og rabarbaragraut hjá Sæbjörgu. Froðudiskó og leikir fyrir börn voru í Minningagarðinum seinnipartinn og um kvöldið var tendrað í grillinu og keppt bæði í söng og kókosbolluáti. Í miðnæturlogninu var kveikt í nokkrum spýtum á hvítri ströndinni og í framhaldi af því skellti fólk sér á ball á Vagninum með stuðsveitinni F1 RAUÐUR.

 

Flateyri

UNDIRBÚNINGUR FYRIR HLAUP: Krakkarnir voru sérstaklega spenntir fyrir sprettinum.

 

ÿØÿáb¤Exif

STÓRKOSTLEGT LANDSLAG: Það eru ekki margir staðir í heiminum sem geta boðið hlaupurum upp jafnfallegt útsýni og Flateyri.

 

Flateyri

TIL Í TUSKIÐ: Sæbjörg Freyja Gísladóttir skráningarstjóri klæddi sig upp sem skósvein, sem margir þekkja sem Minions úr myndinni Aulinn ég, sem var þema hátíðarinnar.

 

Flateyri

SKÓSVEINN: Þessi frábæra skósveinaskreyting við Vallagötu vakti mikla lukku enda ofurskemmtileg.

 

Flateyri

ÞRJÁR EINS: Zuzanna, Michalina og Kornelia klæddu sig allar upp sem skósveina og varla var hægt að þekkja þær í sundur.

 

Flateyri

Á SIGLINGU: Hrafnkell Kaj Aðalsteinsson og Lotta B. Jónsdóttir skemmtu sér frábærlega á kajak.

 

Flateyri

KÓSÍ: Kári, Benedikt, Signý og Silvía létu fara vel um sig í grasinu

 

Flateyri

PYLSUMENN: Tomek og Rafal Majewski sátu glaðir við matarborðið og fóru, að lokum, gríðarlega sáttir frá því.

Flateyri

FLOTTAR SKVÍSUR: Ebba Jónsdóttir og Martha S. Örnólfsdóttir voru síkátar og hvíslað var um hversu flott klæddar þær voru.

 

Flateyri

STUÐBOLTINN MÆTTI: Gleðigjafinn Stanislaw Kordek var manna hressastur á svæðinu.

 

Flateyri

GRILL, GRILL: Margir sáu sér fært að mæta til að borða gómsætan grillmat á þessum fallega degi.

Flateyri

SUNGIÐ SAMAN: Þessar ungu stelpur voru alls ekki feimnar við að koma fram og stóðu sig með prýði.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts