Grétar Örvarsson (56) leikur af fingrum fram:

Tónlistarmaðurinn Grétar Örvarsson er löngu orðinn þekkt nafn á Íslandi. Hann hefur leikið á hljómborð frá því að hann var barnungur og er forsprakki Stjórnarinnar þar sem Sigríður Beinteinsdóttir er aðalsöngkona. Grétar og Sigga náðu frábærum árangri í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva árið 1990 þegar þau lentu í fjórða sæti, en þá var keppnin haldin í Zagreb.
Grétar er þessa dagana að ljúka við sólóplötu þar sem hann syngur ábreiður þekktra laga, tónlist sem ætti að höfða til allra.
Loksins „Í gegnum tíðina hef ég sungið og spilað við hin ýmsu tækifæri fjölda dægurlaga sem mörg hver hafa verið í miklu uppáhaldi hjá mér allt frá ungaaldri. Flest þessara laga hafa verið gefin út áður í flutningi frábærra tónlistarmanna. Það hefur lengi blundað í mér að hljóðrita þessi lög og fyrir hvatningu góðra vina og vandamanna ákvað ég loks að slá til,“ segir Grétar Örvarsson tónlistarmaður sem vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu.

Grétar hefur starfað sem tónlistarmaður frá ungaaldri og leikið á ófáum böllum. Hann þekkir því vel til tónlistarsmekks landsmanna og voru lögin á diskinum valin með hliðsjón af því sem landsmenn vilja heyra.

„Dægurlögin sem urðu fyrir valinu núna koma úr ýmsum áttum og eiga það sameiginlegt að hafa notið mikilla vinsælda. Margir af mínum bestu vinum hafa komið að þessu verkefni með mér og er ég þeim öllum mjög þakklátur fyrir þeirra framlag.“

Ball á Höfn
„Diskurinn kemur út 1. september og verð ég með útgáfufagnað þann þriðja en sjálfir útgáfutónleikarnir verða heima á Hornafirði, þar sem rætur mínar liggja.“

32. tbl. 2015, Grétar Örvarsson, ný palta, Séð & Heyrt, Stúdíó, Stúdíó Furan, tónlistamaður, SH1508128795

UNNIÐ AÐ UPPTÖKUM: Þórir Úlfarsson hefur veg og vanda af upptökunum, þeir félagar vinna nú að ýmsum spennandi verkefnum.

Það eru ófáar dægurflugurnar sem Grétar hefur spilað í gegnum tíðina, hann fær gjarnan beiðni um óskalög og eru tvö lög sem virðast vera vinsælust á meðal ballgesta.

„Eitt lag enn og Ferðalok (Ég er kominn heim), ég fæ beiðni um að spila þessi lög nánast á hverju einasta balli og verð auðvitað við óskum um það í hvert sinn.“

Maskínan ræst
„Stjórnin lifir góðu lífi, við ræsum maskínuna reglulega og spilum við ýmis tækifæri, á árshátíðum og bæjarhátíðum. Við höfum gaman af þessu og spilum eins lengi og það er.“

Grétar fyllti skarð föður síns sem skemmti Íslendingum á Kanaríeyjum um árabil. Grétar dvaldi þar í nokkrar vikur og lék vel valdar dægurflugur fyrir sólþyrsta Íslendinga. Hann sló hressilega í gegn, vægt til orða tekið, og það er aldrei að vita nema að hann endurtaki leikinn.

„Það er pressa á mér að koma aftur út, ég skoða það, aldrei að vita nema að ég skelli mér út í svartasta skammdeginu, en fyrst diskurinn og svo skoða ég önnur verkefni,“ segir Grétar sem er þotinn á hljómsveitaræfingu.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts