Halda röð tónleika í sumar:

Eftirlifandi meðlimir hljómsveitarinnar Greatful Dead hafa ákveðið að koma saman og halda tónleika í sumar í tilefni þess að 50 ár verða liðin frá því að hljómsveitin var stofnuð. Um röð tónleika verður að ræða dagana 3. til 5. júlí.

Greatful Dead hætti árið 1995 í kjölfar þess að höfuðpaur hennar, Jerry Garcia, lést af hjartaáfalli á meðferðarheimili. Garcia sem var gítarleikari, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar er einn af áhrifamestu tónlistarmönnum í rokksögu Bandaríkjanna og hljómsveitin hafði mikil áhrif á aðra tónlistarmenn þegar hún var á hátindi ferils síns.

Það var Trixie, dóttir Garcia, sem tilkynnti um endurkomu Greatful Dead. Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á Soldier Field leikvellinum í Chicago en þar kom hljómsveitin síðast fram fyrir tuttugu árum síðan.

Hljómsveitina skipa þeir Mickey Hart, Bill Kreutzmann, Phil Lesh og Bob Weir en nokkrir aðrir tónlistarmenn munu koma fram með þeim.

HIPPAR: Greatful Dead eins og hljómsveitin var á hippaárunum í Bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar.

HIPPAR: Greatful Dead eins og hljómsveitin var á hippaárunum í Bandaríkjunum á sjöunda áratug síðustu aldar.

Related Posts