Fannar Sveinsson hefur kætt landsmenn með nærveru sinni í Hraðfréttum á sjónvarpsskjánum. Fannar svarar spurningum vikunnar.

 

BJÓR EÐA HVÍTVÍN?
Bjór.

Fannar Sveinsson

GÓÐUR GÆI: Fannar með gítarinn.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN?
Stuttur.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR?
Gráturinn á bak við hláturinn.

HVER ER DRAUMABÍLLINN?
Öruggur Volvo.

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA?
Stuttbuxum.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ?
Að þora að elta það sem mig langar að gera.

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?
Þegar ég var 6 ára og á leiðinni til Portúgal með fjölskyldunni þá ákvað ég að leggja höndina á heita hellu inni í eldhúsi rétt áður en við fórum út í bíl og það þurfti að skutla mér upp á spítala. Við misstum samt ekki af fluginu, þannig að þessi saga er ekkert það rosaleg.

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?
Jón Gnarr.

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?
Fault in Our Stars … hún var sjúk, grét eins og lítið barn.

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA?
Simpsons … það væri svo áhugavert að sjá mig teiknaðan.

ÁTTU ÞÉR EITTHVERT GÆLUNAFN?
Nei, það held ég ekki.

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í?
Fyrir stuttu síðan var ég í Urban Outfitters úti í Manchester og náði að brjóta heila hillu af keramíkhauskúpum, það er kannski ekki það neyðarlegasta sem ég hef lent í en svona það sem ég man akkúrat núna og mér leið hræðilega. Fólk starði á mig en sem betur fer var stelpan sem vann á kassanum mjög almennileg og þetta reddaðist.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR?
07:45

BÍÓ EÐA NIÐURHAL?
Bíó … er á móti niðurhali ef það er ólöglegt.
ICELANDAIR EÐA WOW?
WOW … bara til að pirra Nonna, vin minn, sem er búinn að láta Icelandair heilaþvo sig.

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU?
Leigi.

KÓK EÐA PEPSÍ?
Kók.

HVAÐ PANTAR ÞÚ Á PIZZUNA?
Pepperoni, rjómaost og eitthvað sterkt.

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA?
Palestína.

LOPI EÐA FLÍS?
Flís.

ÓLAFUR EÐA DORRIT?
Ólafur.

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA?
Síminn.

Related Posts