Sean Connery (84) leiðir lista yfir bestu James Bond-myndirnar:

Daniel Craig varð 47 ára gamall 2. mars og af því tilefni sá vefurinn Moviefone ástæðu til þess birta lista yfir James Bond-myndunum á lista frá þeirri bestu til þeirrar verstu. Listinn er óneitanlega nokkuð sérkennilegur og sjálfsagt hafa margir Bond-aðdáendur sitthvað við hann að athuga.

HARÐUR: Daniel Craig kemur fast á hæla Connerys.

HARÐUR: Daniel Craig kemur fast á hæla Connerys.

Connery myndin Goldfinger trónir á toppnum en Craig kemur sterkur inn í annað sætið með sinni fyrstu Bond-mynd, Casino Royale. Fyrsta Bond-myndin, Dr. No, er í þriðja sæti og Craig kemur aftur í fjórða sætið með þeirri fra´bæru mynd, Skyfall. Frumraun Pierce Brosnan í hlutverki 007, Goldeneye, er svo í fimmta sæti.

Roger Moore kemst fyrst á blað í 6. sæti með The Spy who Loved Me og Connery og From Russia with Love, sem lengi hefur þótt besta Bond-myndin, er í 7. sæti. The Man with the Golden Gun er númer átta, You Only Live Twice númer níu og George Lazenby nær 10. sæti með sinni einu mynd, On Her Majesty´s Secret Service, stórlega vanmetinni Bond-mynd.

Myndirnar sem raða sér í sætin frá 11 til 24 eru:

FYNDINN: Roger Moore djókar sig inn á topp 10.

FYNDINN: Roger Moore djókar sig inn á topp 10.

11. Live and Let Die
12. Die Another Day
13. The World is not Enough
14. Tomorrow Never Dies
15. Thunderball
16. Octopussy
17. For Your Eyes Only
18. Licence to Kill
19. Never Say Never Again
20. Quantum of Solace
21. A View to a Kill
22. The Living Daylights
23. Diamonds Are Forever
24. Moonraker

Related Posts