Valsararnir Guðmundur Breiðfjörð (47) og Jóhann Már Helgason (30):

Mörgum svíður sá aðstöðumunur sem virðist vera á milli barna og dregur úr tækifærum til að stunda tómstundir af ýmsu tagi vegna bágrar fjárhagsstöðu á heimilum.  Við þetta gátu forsvarsmenn Vals ekki sætt sig við og ákváðu að gera eitthvað í málunum. Guðmundur Breiðfjörð, formaður barna- og unglingasviðs félagsins, og Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri Vals, vita allt um málið.

valur

FÁTÆKT VOND STAÐREYND: Ekkert barn á að þurfa að sitja heima sökum fjárskorts, öll börn eiga að hafa tækifæri til að stunda íþróttir. Valsmenn vonast til þess að fleiri íþróttafélög feti í fótspor þeirra og styrki börn til íþróttaiðkunar.

Góðverk  „Við áttum þessa hugmynd og vildum ríða á vaðið og vonumst til þess að fleiri íþróttafélög fylgi á eftir,“ segir Guðmundur Breiðfjörð en hann og Jóhann Már, ásamt fleiri félögum í Val, vilja leggja sitt af mörkum til að koma til móts við efnaminni börn.

 

Knattspyrnufélagið Valur setti á laggirnar styrktarsjóð sem hlaut heitið Friðrikssjóður, í höfuðið á séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda Vals. Hlutverk sjóðsins er að tryggja að allir núverandi og framtíðariðkendur Vals geti staðið straum af þeim kostnaði sem fylgir því að stunda íþróttir í Val og tryggja að ekkert barn sem vill stunda íþróttir verði meinað að gera slíkt sökum fjárskorts á heimili sínu.

 

„Fátækt á Íslandi er staðreynd en það er ólíðandi í okkar samfélagi að börn geti ekki stundað íþróttir sökum fjárskorts á heimili. Bilið á milli ríkra og fátækra er að breikka. Íþróttaiðkun barna getur verið kostnaðarsöm. Við höfum komið til móts við okkar iðkendur í gegnum tíðina en með stofnun sjóðsins munum við gera ferlið skilvirkara og bjóða upp á styrki úr sjóðnum sem fólk sækir um rafrænt.“

 

Talsmaður Friðrikssjóðs er fyrrum knattspyrnumaðurinn og rithöfundurinn Þorgrímur Þráinsson en hann lék með Val á árum áður.

ÿØÿà

BÖRNIN SKIPTA MÁLI: Félagarnir Guðmundur Breiðfjörð og Jóhann Már Helgason komu ásamt fleirum saman þegar styrktarsjóður, sem er nefndur í höfuðið á séra Friðriki Friðrikssyni, var stofnaður.

„Við sjáum það glöggt í okkar starfi að frístundastyrkurinn dugar oft á tíðum ekki til og líkt og allir foreldrar þekkja þá er það kostnaður við búnað og ferðalög sem sligar marga. Málefnið brennur á okkur og vildum við leggja okkar af mörkum til að jafna aðstöðu barna,“ segir Guðmundur og undir mál hans tekur Jóhann Már og eru þeir bjartsýnir á að verkefnið hljóti góðar viðtökur.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

Related Posts