Þorsteinn Pálsson (68) leit við í veislu:

Það var glatt á hjalla í sendiherrabústað bandaríska sendiherrans á Laufásvegi þegar Partnership- verðlaunin 2016 voru veitt. Fyrrum sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, Charles E. Cobb, stofnaði til verðlaunanna árið 1990 í þeim tilgangi að heiðra bandaríska ríkisborgara sem hafa lagt sig fram við að styrkja tengsl ríkjanna. Þorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, leit við í sendiherrbústaðinn.

Gleðilegt „Það er ánægjulegt að hitta Cobb-hjónin en þau hafa sýnt Íslandi mikinn áhuga og velvilja og ekki síst með þessari heiðursviðurkenningu. Þau hafa alltaf lagt sig fram við að efla tengsl þjóðanna. Sá sem fékk verðlaunin í ár er Timothy H. Spanos og hann er vel að þeim kominn. Hann hefur verið ötull við að styrkja fjármálatengsl ríkjanna. Þetta var hin fínasta móttaka,“ sagði Þorsteinn Pálsson sem hugar að málefnum Viðreisnar þessa daganna.

USA

VIRÐULEGIR: Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Jón Trausti Sæmundsson, siðameistari sendiráðsins, tóku vel á móti gestunum.

USA

VEL AÐ ÞESSU KOMINN: Timothy H. Spanos þakkaði kærlega fyrir viðurkenninguna.

USA

ÁTTU GOTT SPJALL: Charles Cobb, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Steinn Logi Björnsson höfðu margt að ræða.

USA

GLATT Á HJALLA: Þorsteinn Pálsson skemmti sér greinilega vel í móttökunni og fór vel á með honum og Sue Cobb, eiginkonu fyrrverandi sendiherra Bandaríkjana á Íslandi, og Valgerði Valsdóttur.

ÿØÿá´3Exif

MÆTTI LÍKA: Davíð Oddsson lét góða veislu ekki fram hjá sér fara, hann ræddi við Charles Cobb og Ingimund Sigfússon, fyrrum sendiherra. Með þeim er Pétur Bjarnason listamaður sem hannaði verðlaunagripinn sem var afhentur við þetta tækifæri.

Séð og heyrt elskar góð samskipti.

Related Posts