Líf og fjör myndaðist í Gamla Bíói þann 12. september síðastliðinn þar sem Miss Universe Iceland-keppnin fór fram í fyrsta sinn. Hildur María, Miss Glacier Lagoon, hreppti titilinn eftirsótta og mun hún því taka þátt í keppninni Miss Universe á næsta ári fyrir hönd landsins en keppnin fer fram á Filippseyjum.

Fegurð Miss Universe-keppnin er mjög vinsæl hjá ungum konum en með titlinum fylgja gríðarlega veglegir skólastyrkir og fjölmörg tækifæri. Fyrrum handhafar titilsins hafa margar hverjar látið til sín taka í góðgerðarstörfum og margar hámenntaðar konur í atvinnuheiminum bera þennan titil.

Umsjónaraðilar keppninnar hér heima eru þau Manuela Ósk og Jorge Esteban en þau vinna eftir stífum alþjóðlegum reglum. Stelpurnar sem taka þátt fá meðal annars óundirbúnar spurningar á sviði sem tengjast áhugamálum þeirra, markmiðum þeirra og samfélagslegri ábyrgð. Til landsins komu erlendir dómarar, þar á meðal fyrrum Miss USA, Nia Sanchez, og leikararnir Shawn Pyform og Kody Kasch.

Miss Maybelline
Keppendur fengu mikinn stuðning frá fagaðilum í undirbúningi keppninnar. Maybelline var einn af styrktaraðilum keppninnar ásamt Reykjavík Makeup School en förðunarfræðingar frá þessum flotta skóla sáum um að farða keppendur með vörum frá Maybelline. Í fyrsta sinn var svo krýnd Miss Maybelline sem var einn af aukatitlunum sem keppendur gátu fengið.

Í lok kvöldsins var svo boðið í eftirpartí í Pedersen-svítunni á efstu hæð Gamla Bíós þar sem gleðin var við völd og nýrri fegurðardrottningu fagnað.

5p4a4086

GLÆSILEGAR: Hafdís, sem hlaut titilinn Miss Director‘s Choice, valin af Jorge og Manuelu Ósk, ásamt Miss Universe Iceland, Hildi Maríu.

_dsf6269

KANN ÞETTA: Aron Can sá um að skemmta aðdáendum í hléi.

5p4a3708

FLOTT: Allir keppendur voru farðaðir með vörum frá Maybelline. Hér má sjá nokkrar nýjungar sem eru væntanlegar á næstunni.

5p4a3804

GLÆSILEGAR: Keppendur geisluðu á sviði með Maybelline-förðunina sína.

5p4a3859

FALLEG FÖRÐUN: Helga Sæunn frá Reykjavík Makeup School notar nýju augnskuggapallettuna frá Maybelline, Rock Nudes.

5p4a3986

ÞRUSU ÞRENNING: Ólafía Ósk, Andrea og María Björk tilbúnar í keppnina.

5p4a4029

STEMNING: Fordrykkurinn var í boði Sommersby og Pepsi og Doritos bauð upp á smánart fyrir gestina sem sló svo sannarlega í gegn.

5p4a4057

SIGURVEGARI: Hildur María stórglæsileg fyrir sýninguna, nokkrum tímum áður en hún var krýnd Miss Universe Iceland 2016.

5p4a4047

GÓÐIR SAMAN: Jorge Esteban ásamt eiginmanni sínum, Rick Diehl Esteban. Jorge er eigandi keppninnar á Íslandi ásamt Manuelu Ósk.

5p4a4140

HIN FEGURÐARDROTTNINGIN: Nýkrýnd Ungfrú Ísland, Anna Lára Orlowska, ásamt kærasta sínum, Nökkva Fjalari Orrasyni.

5p4a4213

DÚNDUR DRESS: Keppendur voru í sérhönnuðum dressum sem komu frá Bandaríkjunum í opnunaratriðinu sem var sérstaklega glæsilegt og skapaði mikla stemningu.

5p4a4195

ÁNÆGÐAR: Harpa Ómarsdóttir, eigandi Hárakademíunnar, og Sara Dögg, annar eigenda Reykjavík Makeup School, sáttar eftir góðan undirbúning. Þær fóru fyrir teymum fagfólks sem sáu um útlit keppenda.

5p4a4070

FALLEG FLJÓÐ: Sigrún Eva, Ragnhildur, Andrea, Sóley og María Björk tilbúnar til að fara á svið.

5p4a4466

ÞRJÁR GÓÐAR: Sigrún Eva sem varð í öðru sæti, Hildur María, Miss Universe Iceland, og Andrea sem varð í þriðja sæti.

5p4a4112

FLOTT SAMAN: Baldur, eigandi Label M á Íslandi, mætti að sjálfsögðu á staðinn ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Bender. Nemendur úr Hárakademíunni sáu um hár keppenda með vörum frá Label M.

5p4a4121

TILBÚNAR: Steinunn Edda, bloggari á Trendnet, Erna Hrund frá Maybelline og Sara Dögg frá Reykjavík Makeup School spenntar fyrir keppnina.

5p4a4745

STJÖRNUR: Amerísku leikararnir Cody Kasch og Shawn Pyform, sem eru bettir þekktir sem Zach Young og Andrew Van de Kamp, sátu í dómnefnd fyrir Miss Universe Iceland, hér ásamt Andreu sem varð í þriðja sæti.

5p4a4665

MISS MAYBELLINE: María Björk hlaut titilinn Miss Maybelline og fékk að launum veglega gjafakörfu ásamt því að hún mun sitja fyrir í myndatökum fyrir merkið í ár.

5p4a4486

FLOTTAR SAMAN: Stórglæsilegar fegurðardrottningar, þær Manuela Ósk og Hildur María.

5p4a4031

Séð og Heyrt fylgist með fegurð.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Related Posts