Gunnlaugur Jónsson (40) gerir sjónvarpsþætti um Eurovision:

Félagarnir Gunnlaugur Jónsson og Ásgeir Eyþórsson slógu í gegn með þætti sína „Árið er“ á Rás 2 þar sem þeir fjölluðu um dægurlagasögu í tali og tónum. Núna venda þær kvæði sínu í kross og ráðast í gerð sjónvarpsþátta.

Mikið efni „Í tilefni þess að Eurovision-þátttaka okkar Íslendinga er 30 ára á næsta ári var okkur falið

37. tbl. 2015, Árið er, Gunnlaugur Jónsson, RÚV, SH1509167530, sjónvarpið

TILHLÖKKUN: Gunnlaugur til í slaginn.

það verkefni að rifja upp þessa góðu tíma,“ segir Gunnlaugur en þeir Ásgeir eru byrjaðir að vinna þættina sem verða sýndir á laugardagskvöldum á besta tíma í vetur.

Eins og gott hjónaband

Gunnlaugur gerði útvarpsþætti um Nýdönsk árið 2008 og var bjartsýnn á framhaldið eftir það. „Eftir þættina hélt ég að ég myndi sigra heiminn en ég var fljótur niður á jörðina aftur því það tók heil fimm ár að fá grænt ljós á næstu hugmynd mína sem var Árið er. Eftir að hafa lagt þetta á borðið þá þurfti að melta þetta í smátíma – sem betur fer. Þegar ég fékk loksins samþykki þá fóru af stað ýmsar viðræður, hver ætti að sjá um þetta með mér. Ásgeir var að vinna á þessum tíma á Rás 2 og varð fyrir valinu. Samstarfið hefur gengið mjög vel og við erum eins og gott hjónaband – vegum hvor annan upp.“

Mikil pressa

Gunnlaugur og Ásgeir gera sér grein fyrir því að verkefnið er stórt og pressan mikil. „Þetta er stórt verkefni og mikill heiður að vera falið það. Þátturinn verður sýndur á besta sýningartíma á laugardögum og það þarf að vanda vel til verka. Þetta er unnið í heimildarformi og Ásgeir er sögumaður.“
Gunnlaugur segir margt hafa komið sér á óvart við gerð þáttanna. „Það er til gríðarlegt magn af efni um Eurovision. Við byrjuðum þátttöku okkar á miðju eighties-tímabilinu þar sem skrautlegir búningar, mikið hársprey og herðapúðar voru í aðalhlutverki. Það var alltaf verið að breyta fyrirkomulaginu hvernig lagið var valið og markmiðið auðvitað alltaf að sigra. Það var mikil togstreita um peninga, valið á laginu og höfundinum. Við sjáum allar útgáfur og gerum því góð skil.“

Auðar götur

Sjálfur man Gunnlaugur vel eftir Gleðibankanum. „Ég var 11 ára á þessum tíma og það var ljóst að eitthvað mikið var að gerast. Þegar ég skoða myndir frá þessum tíma þá var ekki hræða á ferli meðan að keppnin fór fram. Þó að ég hafi ekki verið eldri þá gerði ég mér vel grein fyrir því hvað þetta var ótrúlega stórt fyrir Íslendingum. Ég er alls ekki hræddur við að gera þessa þætti þótt ég viti að pressan sé mikil. Þættirnir Árið er gengu það vel hjá okkur að við erum fullir sjálfstrausts.“

Séð og Heyrt í hverri viku – og jafnvel oftar!

Related Posts