Eva Dögg Sigurgeirsdóttir (45), ritstjóri tíska.is:

Superdry Store

ÞRUSUFLOTT: Svava Rún, Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, og Bjarni Ákason, kenndur við Apple.

Glæsileikinn var allsráðandi þegar SuperdryStore var opnuð í Smáralindinni. Margt var um manninn og fræga fólkið mætti.

Stuð „Þetta er bara skemmtilegt, alltaf gaman að fá fjölbreytni í verslunarflóruna. Þetta er erlent „concept“ sem er alveg tilbúið og ég tek því fagnandi,“ segir Eva Dögg, ritstjóri tiska.is og fyrrum markaðsstjóri Smáralindarinnar.

„Ég hef alltaf taugar til Smáralindarinnar, þótt ég sé ekki lengur að vinna þarna. Ég fylgist vel með því sem er að gerast.“

Fatnaðurinn frá Superdry hefur notið sívaxandi vinsælda og ætlaði allt um koll að keyra þegar Kylie Jenner sást spranga um í fatnaðinum. „Ég er búin að vera skrifa um þetta merki og finnst þetta spennandi þannig að ég ákvað að kíkja. Stelpan mín er mikill aðdáandi.“

Eva er spennt fyrir hausttískunni og segir margt nýtt vera í sjónmáli. „Það er margt ótrúlega skemmtilegt í gangi, eins og bóhem/hippatískan, sem mér finnst alltaf flott. Fyrir jólin koma pallíetturnar sterkar inn, mér til mikillar gleði, enda er ég innst inni algjör glamúrgella. Tískan hefur verið frekar einsleit síðustu ár, en núna er að koma margt nýtt. Sjálfri finnst mér Anna Dello Russo, ristjóri japanska Vogue og Coco Chanel alltaf flottar. Chanel var mikill sérvitringur og því í miklu uppáhaldi, enda elska ég sérvitringa.“

Sjáið allar myndirnar í nýjasta Séð og Heyrt!

Related Posts