Manuela Ósk Harðardóttir (32) sér um Miss Universe Iceland:

Athafnakonan Manuela Ósk Harðardóttir er umboðsmaður keppninnar Miss Universe hér á Íslandi ásamt Bandaríkjamanninum Jorge Esteban. Keppnin fer fram í Gamla bíói mánudagskvöldið 12. september næstkomandi. Þátttakendur í keppninni eru hver öðrum glæsilegri en í ár keppir 21 stúlka um titilinn Miss Universe Iceland.

Fallegar á Fróni „Þetta eru stúlkur á aldrinum 18-26 ára, margar þeirra eru með reynslu og hafa keppt í fegurðarkeppnum áður,“ segir Manuela. „Við erum til dæmis með tvær fyrrum ungfrú Ísland í hópnum, þær unnu 2009 og 2011. Það er því miður ríkjandi hugarfar hér heima að ekki sé hægt að keppa aftur. Reynsla í þessu nýtist manni eins og reynsla í hvaða keppni sem er.“

manuela-og-jorge-e1464023850858-720x400

Dómarar Miss Universe Iceland eru sex talsins og koma víða að:

NIA SANCHEZ
Nia Sanchez var valin ungfrú Bandaríkin 2014 og varð þar með fyrsta ungfrú Nevada til að vinna þennan eftirsótta titil. Sjö mánuðum síðar tók hún þátt í Miss Universe-keppninni þar sem hún lenti í öðru sæti. Sanchez er víðförull ferðalangur og er með fjórðu gráðu í svarta beltinu í Taekwondo og hún hefur verið búsett um allan heim, allt frá Þýskalandi til Hong Kong.
13781942_836008586499672_1624869622822939092_n

CODY KASCH
Cody Kasch er bandarískur leikari og hefur á 20 ára ferli sínum leikið í bæði sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Þekktasta hlutverk hans er Zach Young úr sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives. Hann hefur einnig leikið í þáttunum Law and Order SVU, Criminal Minds, CSI og ER, svo nokkrir séu nefndir. Núna má sjá hann í aðalhlutverki í kvikmyndinni World War II – The Last Rescue. Hann er spenntur fyrir að taka þátt í Miss Universe Iceland og aðstoða við að finna sanna og einstaka hæfileika frá Íslandi.

13781988_836918819741982_8758409894635342878_n

 

MARISSA POWELL VAN NOY
Marissa Powell Van Noy var ungfrú Utah USA 2013, varð í þriðja sæti í ungfrú Bandaríkin og var valin Miss Photogenic USA 2013. Van Noy hefur stofnað eigin samtök Van Noy Valor Foundation sem aðstoðar ættleidd börn og börn á fósturheimilum um allan heim að ná árangri í lífinu. Henni er umhugað um að aðstoða konur við að vera sjálfsöruggar og fallegar að innan sem utan.

13920286_841089319324932_2581442393794124614_o

 

FRANZ ORBAN
Franz Orban er framkvæmdastjóri hjá Forbes 500 og eigandi Vizcaya Swimwear, sem er í stöðugri sókn með sundfatalínu sína. Fyrirtækið stofnaði hann 2013 og stuttu síðar varð það styrktaraðili fegurðarsamkeppninnar Ungfrú Bandaríkin. Línan hefur birst í fjölda tímarita, á tískusýningum og hefur klætt fegurðardrottningar sem og Hollywood-stjörnur. Árið 2011 kom hann fyrst að keppninni Ungfrú Bandaríkin.

13886244_838531199580744_3758052004781895393_n

VICTORIA DUKE
Victoria Duke er förðunarfræðingur frá París, Frakklandi, og eftirsótt af stjórstjörnum en margir viðskiptavina hennar tilheyra A-listanum. Meðal viðskiptavina hennar eru Kimora Lee, The Real Housewives og the Pussycat Dolls til að nefna nokkra. Hún hefur farðað ungfrú Bandaríkin og ungfrú Universe auk þess að hafa veitt fjölda fegurðardrottninga um allan heim ráðgjöf. Hún hefur unnið við fjölda tískusýninga, tónleika, tónlistarmyndbanda og tímarita og verið ráðgjafi fyrir helstu tímarit og vefsíður heims.

13903361_843398319094032_7022538166596283536_n

SHAWN PYFROM
Shawn Pyfrom er leikari og listamaður búsettur í Los Angeles í Bandaríkjunum. Hann hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Andrew Van de Kamp í sjónvarpsþáttunum Desperate Housewives. Fram undan er fyrsta einkasýning hans í París, Frakklandi.

13895297_842118135888717_3878094825195236298_n

Séð og Heyrt fallegt alla daga ársins.

Related Posts