Kvikmyndatitlar á íslensku geta verið skrítnir, ekki síst þegar þeir eru í litlu samræmi við nafn myndarinnar á frummálinu. Sumar „þýðingar“ heppnast afar vel, aðrar síður og einhver nöfn hljóma hálfkjánalega. Margar nafngiftirnar eru tilvísanir í efni myndarinnar en aðrar út í loftið. Hér má sjá nokkrar úr öllum flokkum.

 

 

„Ástir og ananas“


Krúttleg „þýðing“ á Blue Hawaii, eins og Elvis-myndin heitir.

 

„Æskufjör í listamannahverfinu“


Next stop, Greenwich Village

Blúndur og blásýra


Það ætti kannski betur við að skella þessu nafni á Agöthu Christie-mynd en myndina Ladykillers.

„Glaðbeittar gengilbeinur“


Dásemdarþýðing á myndinni The Harvey Girls.

 

Bilun í beinni útsendingu


The Fisher King heitir þessi frábæra mynd á frummálinu og fjallar um fyrrum vinsælan útvarpsmann sem veldur miklum harmleik með orðum sögðum í hálfkæringi í beinni útsendingu. Síðar hittir hann eitt fórnarlambið og reynir að bæta fyrir gáleysið.

„Leyndarmálið í lestinni“


Super8 er vísun í kvikmyndavél með þessu nafni og kemur lest ekkert við. Vissulega verður lestarslys í myndinni og í lestinni er fólgið leyndarmál … svo titillinn er ekki út í hött.

 

 

„Hetjur heimskautsins“


Enn ein dásamlega hundamyndin á RÚV. Þessi var sýnd núna um miðjan febrúar og heitir Eight Below á frummálinu.

 

„Pilsvargar í sjóhernum“


Petticoat Pirates.

 

 

Fleiri heiti

 

„Vitni á varðbergi“ Smokin´Aces
„Tveir á toppnum“ Leathal Weapon
„Sérsveitin“ Mission Impossible
„Illa farið með góðan dreng“ Turk 182
„Innrásin frá Mars“ War of the Worlds

„Gaukshreiðrið“ One flew over the Cuckoo´s nest
„Neyðarvaktin“ Chicago Fire
„Meistaraþjófarnir“ The Big Job
„Tilraunahjónabandið“ Under the Yum-Yum Tree
„Svefnherbergiserjur“ Strange Bedfellows
,,Ástir og átök“ Scott Pilgrim vs. The World
„Meðal mannæta og villidýra“ Africa Screams
„Á barmi glötunar“ I Thank a Fool
„Nú skulum við skemmta okkur“ Palm Spring Weekend

„Svarta vítið“ Drum
„Melur, hvar er skrjóðurinn?“ Dude, where is my car?
„Reyfari“ Pulp Fiction
„Tomorrow Never Dies“ Heimsyfirráð eða dauði

 

Related Posts