Flottir réttir í áramótapartíið:

 

Þegar fólk kemur saman á áramótum til að kveðja gamla árið og fagna því nýja þá er við hæfi að bjóða upp á eitthvað gómsætt. Hér eru nokkrar hugmyndir að girnilegum réttum í áramótapartíið úr matreiðslubókum Rósu Guðbjartsdóttur sem Bókafélagið hefur gefið út.

 

„Í áramótapartíin, hvort sem er á gamlárs- eða nýárskvöldi, er gott að geta boðið upp á eitthvað gómsætt sem krefst ekki of mikillar fyrirhafnar við matreiðsluna,“ segir Rósa. ,,Því valdi ég nokkra rétti sem auðvelt er að undirbúa fyrirfram og reiða svo fram þegar hungrið sverfur að.“

 

Tómatsúpa með ristuðum hvítlauk og berglinsum

„Mér finnst mjög huggulegt að bjóða upp á bragðmikla heita súpu í litlum fallegum bollum eða jafnvel glösum. Þegar t.d. komið er inn úr kuldanum af áramótabrennunum eða eftir að hafa skotið upp flugeldum langt fram á nóttina er þessi súpa alveg kjörin til að ylja mannskapnum. Uppskriftin er úr bókinni Heilsusúpur og salöt eftir Auði Ingibjörgu Konráðsdóttur.“

 

tomatUppskrift í um 8 litla bolla

 

500 g tómatar

150 g berglinsur, soðnar

2 msk. sólblómaolía

2 hvítlauksgeirar

⅛ ferskur chili-pipar

5 dl vatn

1 tsk. rósmarín

1 tsk. Himalayasalt

1 msk. tómatpúrra

2 meðalstórar gulrætur

2 msk. ferskt basil

 

Rífið gulrætur, saxið basil og leggið til hliðar. Saxið tómata, hvítlauk og chili-pipar. Hitið olíu í potti, taka af hitanum og steikið hvítlauk, rósmarín og chili-pipar örsnöggt eða þar til hvítlaukurinn er gullinbrúnn. Setjið vatn, tómata, baunir, salt og tómatpúrru út í og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Smakkið til með Himalayasalti og maukið með töfrasprota eða í blandara. Skreytið með gulrótum og basil.

 

Silungatartar

„Mér finnst við hæfi að bjóða upp á frekar létta rétti í áramótapartíunum enda flestir búnir að borða nokkrar þungar kjötmáltíðir í hátíðarkvöldverðunum. Þessi réttur er einfaldlega dásamlegur, jafnt á bragðið sem og í útliti og á vel við þegar skálað er í kampavíninu.

Uppskriftin er úr bókinni Happ, happ, húrra eftir Unni Guðrúnu Pálsdóttur (Lukku) og Ernu Sverrisdóttur.

 

Uppskrift fyrir um 6-8 manns

 

tartarSilungatartar

1 stórt silungsflak, roðflett og  beinhreinsað

sjávarsalt

safi úr 1 límónu

½ agúrka, kjarnhreinsuð og skorin í smáa teninga

¼ lítill rauðlaukur, fínsaxaður

1 handfylli ferskt kóríander, saxað

1 lárpera, skorin  í smáa teninga

1 kúla mozzarellaostur, skorinn í smáa teninga

 

  1. Stráið sjávarsalti yfir silungsflakið og látið standa í kæli í klukkutíma.

 

  1. Skafið saltið af og skerið silunginn í smáa teninga. Hellið límónusafanum yfir.

 

  1. Blandið öðrum hráefnum saman við fiskinn og dreypið yfir með wasabi-sósu.

 

Bold: Wasabi-sósa

1 msk. wasabi

1 msk. tamari-sósa

1-2 msk. límónusafi

1 msk. ólífuolía eða sesamolía

sjávarsalt

svartur pipar

 

  1. Hrærið öll hráefnin saman og smakkið til með sjávarsalti og svörtum pipar.

 

Laxarós á kartöflu

„Þessi réttur er einn af mínum uppáhaldsréttum og býð ég oft upp á hann sem forrétt sérstaklega á hátíðisdögum. En hann er ekki síður flottur og gómsætur sem smáréttur í partíið. Rétturinn sem er í bókinni minni Eldað af lífi og sál, slær alltaf í gegn og svo er hann einnig litríkur og fallegur sem er líka mikilvægt á partíborðinu.“

 

homefreeUppskrift sem smáréttur fyrir 8 manns

 

3-4 litlar kartöflur

200 g reyktur lax

 

salt

sítrónusafi

1 dós sýrður rjómi eða 2 dl grísk jógúrt

2 skalottlaukar, smátt saxaðir

2 tsk. wasabi, japanskt piparrótarmauk, eða 1 tsk. fersk piparrót

4 tsk. silungahrogn

dill, til skrauts

 

Sneiðið kartöflurnar í um 1 cm þykkar sneiðar og sjóðið í um 10 mínútur. Takið þær síðan úr pottinum og látið kólna. Saltið kartöflurnar og penslið með sítrónusafa. Hrærið saman sýrðan rjóma, skalottlauk og piparrótarmauk. Skerið laxinn í sneiðar og skiptið á átta litlar kartöflusneiðar. Skiptið síðan piparrótarsósunni á sneiðarnar og setjið

1 tsk. af hrognum ofan á hverja og eina. Skreytið með fersku dilli.

 

berrySúkkulaðitrufflur

um 20 stk.

„Ekkert partí er fullkomnað nema í boði sé líka eitthvað sætt og gott, helst súkkulaði auðvitað. Hér er uppskrift að dýrðlegum súkkulaðitrufflum sem eru hollar í þokkabót! Uppskriftin er einnig úr bókinni Happ, happ, húrra.

 

⅔ dl kókosolía, bráðin

1 dl hlynsíróp

1 tsk. vanilla

⅛ tsk. sjávarsalt

1 ¼ dl kókosmjöl

3 dl kakó

 

  1. Setjið kókosolíu, hlynsíróp, vanillu, salt og kókosmjöl í matvinnsluvél og maukið.
  2. Látið í skál. Bætið  2 ½ dl af kakói saman við. Hrærið vel.

 

  1. Setjið skálina í  ísskáp og látið standa þar í 30 mínútur.

 

  1. Mótið litlar kúlur úr deiginu. Setjið restina af kakóinu á disk eða meira kókosmjöl og veltið kúlunum upp úr því. Geymið  í kæli.

Related Posts