Ögmundur Jónasson (66), fyrrverandi innanríkisráðherra, í sveitasælu:

 

Velkomin Ögmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrverandi innanríkisráðherra, hefur barist af hörku gegn því að landeigendur við Geysi og Kerið girði landareign sína af og rukki fólk um aðgang að náttúruperlunum. Sumarhúsaland hans sjálfs í Undirhlíð við Mosfell er þó lokað af með girðingu og rammgerðu hliði en ráðherrann fyrrverandi segir þó öllum velkomið að fara þar um.

LOK, LOK OG LÆS: En allir velkomnir. Sumarbústaðaland Ögmundar í Undirhlíð er girt af með lokuðu hliði en hann leggur áherslu á að þarna séu ekki menn á ferð með posa að rukka um aðgang að landinu.

LOK, LOK OG LÆS:
En allir velkomnir. Sumarbústaðaland Ögmundar í Undirhlíð er girt af með lokuðu hliði en hann leggur áherslu á að þarna séu ekki menn á ferð með posa að rukka um aðgang að landinu.

„Hverjum og einum er frjálst að ganga um þetta land þótt sumarbústaðaeigendur þarna hafi komið sér upp þessu hliði, eins og tíðkast víða,“ segir Ögmundur. „Nota bene þá er ekki verið að selja inn aðgang þarna og hann er öllum frjáls.“

Ögmundur segir þó, trúr sinni sannfæringu, að hlið og girðingar sem þessi séu „ … hvimleið og þau ber að forðast eftir megni, þótt fólk hafi víða á sumarbústaðalöndum komið sér upp svona hliðum.“ Ögmundur bætir við að einhver vernd þyki fólgin í svona girðingum, ekki síst þegar fámennt er í húsunum eða þau enn í byggingu.

„Sumarbústaðaeigendur tóku ákvörðun um þetta hlið en þarna er enginn sölumaður á ferð og ekkert slíkt sem vakir fyrir mönnum þarna.“

 

Related Posts