Stórleikarinn og silfurrefurinn George Clooney sagði í áraraðir að hann ætlaði aldrei nokkurn tímann gifta sig aftur. Tók hann þá ákvörðun að gerast eilífðarpiparsveinn eftir að hann skyldi við fyrrum eiginkonu sína, Taliu Balsam árið ’93 og voru þau gift í fjögur ár. Það kom aldeilis mörgum aðdáendum hans á óvart þegar hann trúlofaðist breska lögfræðingnum Amal Alamuddin. Þau kynntust í október á síðasta ári.

Stóri dagurinn var nú um helgina og nokkrum dögum á undan athöfninni sagði George í viðtali við Hollywood Gossip að aldrei hafi annað komið til greina en að hnýta hjónabandshnútinn annars staðar en á Ítalíu. ,,Við frúin kynntumst hér og ákváðum að ganga í það heilaga í Feneyjum, af öllum heimsins stöðum“.

Flottur.

Related Posts