Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, svarar spurningum vikunnar.

 

IPHONE EÐA SAMSUNG? Iphone.

 

HVAÐ FÆRÐU ÞÉR Á PYLSUNA? Allt.

 

FACEBOOK EÐA TWITTER? Bæði.

 

HVAR LÆTURÐU KLIPPA ÞIG? Á Senter hjá Svavari Erni og Danna.

 

BORÐARÐU SVIÐ? Já … borða allt.

 

HVAÐ GERIRÐU MILLI 5 OG 7 Á DAGINN?  Er mjög upptekin. Með unga krakka sem þurfa mikla athygli og stórt heimili.

 

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Hvorutveggja.

 

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Ég man það ekki nákvæmlega … en það var örugglega mjög gott því ég hef ekki getað hætt.

 

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? Suðræn á norðlægum slóðum eða Með heitt blóð í köldu landi.

 

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Vestur-þýsk gæðaframleiðsla.

Aldís Pálsdóttir, Ráðherrafrú, séð og heyrt, spurt og svarað, Þóra Margrét Baldvinsdóttir, 5.Október 2015, SH1510058362

 

KJÖT EÐA FISKUR? Fiskur frekar en kjöt – ég kann samt að meta hvorutveggja.

 

GIST Í FANGAKLEFA? Nei, aldrei.

 

DRAUMAFORSETI? Mér finnst forsetaembættið ekki það mikilvægasta. Þar af leiðandi á ég erfitt með að nefna draumaforsetann.

 

STURTA EÐA BAÐ? Sturta. Á reyndar mjög gott bað sem er mikið notað af öðrum á heimilinu.

 

REYKIRÐU? Nei og hef aldrei gert.  Enda algjör ósiður.

 

Í HVERJU FINNST ÞÉR BEST AÐ SOFA? Náttkjól eða einhverju minna.

 

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Að stofna fjölskyldu og eiga fullt af börnum og hund.

 

HVAÐA SÖGU SEGJA FORELDRAR ÞÍNIR ENDURTEKIÐ AF ÞÉR?  Líklega bara að ég hafi verið þægileg og aldrei til mikill vandræða.  Fyrr en ég varð unglingur. Talaði reyndar of mikið að mati margra í fjölskyldunni.

 

HVER ER MESTI TÖFFARI ALLRA TÍMA?  Helgi Björns er mesti töffari vorra tíma. Tíminn mun leiða í ljós hvort hann slær Elvis við.

 

HVAÐA BÓK EÐA KVIKMYND FÉKK ÞIG SÍÐAST TIL AÐ TÁRAST?  Fór á Everest síðast sem mér fannst mjög spennandi og áhrifamikil, felldi nokkur tár. Annars get ég tárast yfir öllu mögulegu, gleði og sorg.

 

HUNDUR EÐA KÖTTUR? Hundur, ekki spurning. Á franskan bolabít. Hann er algjör töffari.

 

EF ÞÚ ÞYRFTIR AÐ BÚA Í SJÓNVARPSÞÆTTI Í MÁNUÐ HVAÐA ÞÁTT MYNDIRÐU VELJA? Friends – er af þeirri kynslóð.

 

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU?  Fyrir öllum kvikum kvikmyndum.

 

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Vá svo mörg. Á það til að koma mér í þannig aðstæður. Mjög vandræðalegt þegar ungur strákur, vinur dóttur minnar (Margrétar), brosti svo mikið og fallega til mín … ég hélt auðvitað að hann væri að gefa mér undir fótinn. Svo sagði hann „Heyrðu, fyrirgefðu, en ertu ekki mamma Margrétar?“ ég sagði „Nei … Margrét er sko mamma mín“ (mamma mín heitir líka Margrét). Hrikalega vandræðalegt.

 

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Rúmlega sjö.

 

ICELANDAIR EÐA WOW? Hef flogið oftar með Icelandair – en vil láta verðið ráða.

 

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Á eitthvað í mínu húsi.

 

KÓK EÐA PEPSÍ? Drekk ekki gos, en ef ekkert annað væri í boði þá tæki ég kók.

 

ÍSRAEL EÐA PALESTÍNA? Garðabær.

 

DAGBLAÐ EÐA NET Á MORGNANA? Dagblað, ekki spurning.

 

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Líklega frá fjögurra ára aldri í Hafnarfirði þar sem við bjuggum á þeim tíma. Ekki nein sérstök minning um eitthvað eitt heldur margar litlar.

 

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

 

Related Posts