Sigrún Lilja Guðjónsdóttir (33) í Gyðju Collection

bali

VINKONUR: Sigrún Lilja með vinkonu sinni frá Balí og sonum hennar en þeir hjálpa til við framleiðsluna.

Óvænt „Ég hitti alveg hreint yndislega konu á ströndinni úti á Balí hún var að selja armbönd sem hún gerir sjálf með ekta perlum og þræðir upp á leðurólar, ég kolféll fyrir þessu. Til að gera langa sögu stutta þá keypti ég nokkur armbönd af henni og seldi hérna heima og þau slógu í gegn. Ég gerði samning við hana og nú setur hún saman armbönd fyrir mig og synir hennar aðstoða hana. Nú er hún að rísa upp úr fátækt og hefur heilmiklar tekjur af þessu. Armböndin eru virkilega falleg og skemmtilegt að geta hjálpað með þessum hætti,“ segir Sigrún Lilja sem rekur verslunina Gyðja Collection.

Related Posts