Lemmy (69) með stór orð:

Aðalmaðurinn í rokkhljómsveitinni Motorhead, Lemmy, syrgir nú félaga sinn og fyrrum trommara Motorhead, Phil Taylor, sem lést síðasta miðvikudag.

Lemmy er ekkert að skafa af hlutunum og sagðist óska þess að George W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefði átt að deyja í stað vinar síns.

Lemmy sagði í viðtali við Classic Rock Blog: „Það pirrar mig mikið að þeir skuli taka einhvern eins og hann (Phil Taylor) og skilji George Bush eftir lifandi.“

Lemmy ræðir þetta þó ekkert frekar og talar ekkert um það afhverju hann sé svona lítið hrifinn af fyrrum Bandaríkjaforsetanum.

Phil Taylor var 61 árs gamall þegar lést síðasta miðvikudag eftir langvinn veikindi.

Lesið Séð og Heyrt á hverjum degi!

 

Related Posts